Alain Resnais

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alain Resnais árið 1959.

Alain Resnais (3. júní 19221. mars 2014) var franskur kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur sem vakti fyrst athygli með stuttmyndinni Nótt og þoka (1956) sem fjallar um útrýmingarbúðir nasista. Þekktasta mynd hans er án efa Hiroshima mon amour frá 1959 þar sem hann notar endurlit til að fjalla um erfiðar minningar persóna. Hann gerði líka eftirminnilegar tilraunir með ólínulega söguþræði í myndunum Fyrir ári í Marienbad (1961) og Muriel (1966). Fyrir ári í Marienbad fékk Gullljónið í Feneyjum 1961.

Resnais var samtíða helstu höfundum frönsku nýbylgjunnar, en leit ekki á sig sem hluta af henni. Hann vann gjarnan með rithöfundum sem ekki höfðu áður tekið þátt í kvikmyndaverkefnum, eins og Jean Cayrol, Marguerite Duras, Alain Robbe-Grillet, Jorge Semprún og Jacques Sternberg.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.