Fara í innihald

Akurmáni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Akurmáni
Akurmáni
Akurmáni
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósabálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Rosoideae
Ættflokkur: Agrimonieae
Undirættflokkur: Agrimoniinae
Ættkvísl: Máni (Agrimonia)
Tegund:
A. eupatoria

Tvínefni
Agrimonia eupatoria
L.

Akurmáni (fræðiheiti Agrimonia eupatoria) er fjölær jurt af Rósaætt sem vex í Norður-Evrópu á þurrt graslendi og akurjaðrar, i lítt súrum eða kalkbornum jarðvegi, upp í 1800 m hæð.[1]

Lágur-meðalhár, hærður, fjölær. Stofnblöð í hvirfingu, bilbleðlótt, með 3-6 pör af aðalsmáblöðum, dökkgræn að ofan, hvít-grádúnhærð að neðan. Blóm glógul, 5-8 mm, í grönnu axi. Aldin 7-10 mm, grópað, með upprétta króka á endanum. Líkl og hjá skyldum tegundum sitja aldinin yfirleitt kyrr á jurtinni þegar þau þroskast en festast við dýrafeldi, fatnað og annað þvílíkt.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Marjorie Blamey; Christopher Grey-Wilson (1992). Myndskreytt flóra Íslands og Norður-Evrópu. Reykjavík: Skjaldborg. bls. 544. ISBN 9979-57-112-8.
  • Howard, Michael. Traditional Folk remedies (Century, 1987, pp 96–97)
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.