Akrar (Mýrum)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Akrakirkja

Akrar eru fornt höfuðból og kirkjustaður. Núverandi kirkja á Ökrum var reist aldamótaárið 1900 og endurbyggð í sinni upprunalegu mynd á árunum 1983-88. Kirkjan var upprunarlega helguð Maríu guðsmóður í kaþólskum sið. Í kirkjunni er margt merkra muna og m.a tvær klukkur frá 1673 og 1734 er munu komnar þangað úr Hjörseyrarkirkju. Akrar heyrðu til Hítarnesþinga en þegar þau voru lögð niður 1880 var sóknin lögð til Staðarhrauns.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.