Akarníumenn
Útlit
Akarníumenn (á forngrísku: Ἀχαρνεῖς (Akkarneĩs); á latínu: Acharnenses) er elsta varðveitta leikritið eftir forngríska gamanleikaskáldið Aristófanes. Það var fyrst sett á svið árið 425 f.Kr. og var uppfærslan kostuð af Kallistratosi. Verkið vann fyrstu verðlaun í gamanleikjakeppninni á Lenajuhátíðinni.
Akarníumenn er meðal annars þekkt fyrir boðskap sinn um að ljúka beri Pelópsskagastríðinu og fyrir viðbrögð höfundar við málsókninni sem Kleon höfðaði gegn honum ári áður — Kleon hafði ákært Aristófanes fyrir að rægja Aþenumenn í leikritinu Babýlóníumenn sem ekki er varðveitt.
Varðveitt verk Aristófanesar
Akarníumenn | Riddararnir | Skýin | Vespurnar | Friðurinn | Fuglarnir | Lýsistrata | Konur á Þesmófóruhátíð | Froskarnir | Þingkonurnar | Auðurinn
|
---|