Iðunnartré

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Aeonium arboreum)
Iðunnartré

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar (Angiospermae)
Ættbálkur: Saxifragales
Ætt: Crassulaceae
Ættkvísl: Aeonium
Tegund:
A. arboreum

Tvínefni
Aeonium arboreum
(L.) Webb & Berthel.
Samheiti
  • Aeonium doramae Webb ex A.Berger nom. inval.
  • Aeonium doremae Webb ex Christ
  • Aeonium holochrysum Webb & Berthel.
  • Aeonium manriqueorum Bolle
  • Aeonium rubrolineatum Svent.
  • Aeonium vestitum Svent.
  • Sempervivum arboreum L.
  • Sempervivum urbicum Lindl. nom. illeg.

Iðunnartré (fræðiheiti: Aeonium arboreum) er þykkblöðungur af ættinni Crassulaceae. Iðunnartré vex í Miðjarðarhafslöndum og Norður-Afríku. Það getur orðið allt að metri að hæð. Iðunnartré er vinsæl inniplanta.[1]

Blöðin sitja í hvirfingum efst á stönglunum. Blómin eru gul og sitja í klösum en eftir blómgun greinist jurtin nánar. Það þrífst í birtu en þarf að vera á svölum stað á veturna. Til er afbrigði, Aeonium arboreum var. atropurpureum, með dökkrauðum blöðum.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Maja-Lisa Furusjö (1986). Plöntur með þykk blöð. Bókaútgáfan Vaka. bls. 6.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.