Fara í innihald

Ænesidemos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Aenesidemus)
Ænesidemos
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilFornaldarheimspeki
Skóli/hefðPyrrhonsk efahyggja
Helstu viðfangsefniefahyggja

Ænesidemos (1. öld f.Kr.) var forngrískur heimspekingur, fæddur í Knossos á Krít. Hann kenndi í Alexandríu.

Ænesidemos hóf feril sinn sem akademískur heimspekingur en Akademían var þá efahyggjuskóli. Ænesidemos fékk sig fullsaddan af þeirri kredduspeki sem hann taldi einkenna Akademíuna, sagði skilið við hana og setti fram róttækari efahyggju sem hann kenndi við Pyrrhon frá Elís. Þessi stefna er nefnd pyrrhonismi eða pyrrhonsk efahyggja til aðgreiningar frá akademískri efahyggju. Eigi að síður er ljóst að efahyggja Ænesidemosar á rætur að rekja til elsta skeiðs akademískrar efahyggju ekki síður en til heimspeki Pyrrhons sjálfs, sem gæti vart talist efahyggjumaður samkvæmt pyrrhonskri skilgreiningu á efahyggju.

Ænesidemos mun hafa tekið saman hina tíu hætti efahyggjunnar en það voru tegundir raka sem efahyggjumenn beittu til að finna jafnvæg rök gegn hvaða annarri röksemdafærslu sem er og ná þannig fram ástandi úrræðaleysis sem leiddi til þess að þeir frestuðu dómi.

Rit Ænesidemosar hafa ekki varðveist en til er útdráttur úr verkum hans í ritum býzanska fræðimannsins Fótíosar.

Frekari fróðleikur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Algra, K., Barnes, J., Mansfeld, J. og Schofield, M. (ritstj.), The Cambridge History of Hellenistic Philosophy (Cambridge: Cambridge University Press, 2005). ISBN 0-521-61670-0
  • Annas, Julia og Barnes, Jonathan, The Modes of Scepticism: Ancient Texts and Modern Interpretations (Cambridge: Cambridge University Press, 1985). ISBN 0-521-27644-6
  • Bett, Richard, Pyrrho, his antecedents, and his legacy (Oxford: Oxford University Press, 2000). ISBN 0-19-925661-6
  • Hankinson, R.J., The Skeptics (London: Routledge, 1998). ISBN 0-415-18446-0
  • Striker, Gisela, „On the the difference between the Pyrrhonists and the Academics“ í G. Striker, Essays on Hellenistic Epistemology and Ethics (Cambridge: Cambridge University Press, 1996): 135-149.
  • Striker, Gisela, „The Ten Tropes of Aenesidemus“ í G. Striker, Essays on Hellenistic Epistemology and Ethics (Cambridge: Cambridge University Press, 1996): 116-134.
  Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.