Fara í innihald

Abraham Van Helsing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Abraham van Helsing)

Prófessor Abraham Van Helsing er skáldsagnakennd persóna í bók Bram Stokers Drakúla frá árinu 1897.

Van Helsing er Hollenskur læknir sem hefur mörg áhugamál og afrek sem hægt er að sjá á nafnbótum hans: "M.D. (doktor í læknisfræði), D.Ph. (doktor í heimspeki), D.Litt. (doktor í bókmenntum), o.s.f.v., o.s.f.v." Hann er best þekktur sem vampíru veiðari.

Í skáldsögunni kallar fyrrum nemandi Van Helsings eftir honum, eða Dr. Seward, til að hjálpa honum við dularfullt mein Lucy Westenru. Þeir komast að því að það var vampíran Drakúla sem beit hana, og síðar í sögunni tekst honum ásamt Johnathan Harker, Arthur Holmwood, Dr. Seward og Minu Harker að drepa Drakúla.

Afkomendur Abrahams Van Hellsings

[breyta | breyta frumkóða]

Í manganu og animeinu, Hellsing leiðir nútíma afkomandi hans Integra Hellsing árásarsveit bresku ríkistjórnarinnar (og líka vampíruna Alucard en seinna kemur fram að hann sé Drakúla greifi) gegn herjum Millenniums.

Í teiknimyndasögum/manga

[breyta | breyta frumkóða]

Abraham Van Helsing kemur fram í manganu Hellsing. Hann kemur fram í draumi Alucards, þar sem hann minnist oft á Drakúla, en í enda draumsins virðist Alucard gráta blóði. Í Hellsing OVA þáttunum gerist þetta í öðrum Hellsing þættinum.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.