Fara í innihald

Abies delavayi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Abies nukiangensis)
Abies delavayi

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Geiri: Abies sect. Pseudopicea
Tegund:
A. delavayi

Tvínefni
Abies delavayi
Franch.

Abies delavayi[2] er tegund af þin, ættuðum frá Yunnan í suðvestur Kína og nálægum landamærasvæðum í suðaustur Tíbet, lengst í norðaustur Indlandi, norður Myanmar, og lengst í norðvestur Víetnam. Þetta er háfjallatré, vex í 3000 til 4000 metra hæð (einstaka sinnum niður til 2,400 metrum og upp að 4,300 metrum), oft í trjálínu.[3]

Tegundin er nefnd eftir finnanda sínum, föður Pierre Jean Marie Delavay, sem safnaði honum í 3,500 til 4,000 metra hæð á Cang fjalli nálægt Dali (Yunnan).[4]

Þetta er lítið til meðalstórt sígrænt tré (7 til 40 metra hátt, oft minna við trjálínu. Sprotarnir eru purpurabrúnir til dökk rauðbrúnir, hárlausir eða fínhærðir. Barrið er nálarlaga, 15 til 30 mm langt og 1 til 2 mm breitt, með , með áberandi upprúlluðum jaðri. Efra borð er gljáandi dökk grænt, án loftauga, neðri hlið er snæhvít með loftaugun þakin hvítu vaxi; þetta er talið vera aðlögun til að halda frá sér rakanum í mosoon veðráttunni.[5] Könglarnir eru dökk purpurabláir, 6 til 12 sm langir og 3 til 4.5 sm breiðir, með fjölda smárra köngulskelja og með útstæðar hreisturblöðkur; þeir sundrast við þroska 6 til 8 mánaða gamlir til að losa vængjuð fræin.

Tré neðar á útbreiðslusvæðinu (2,400 til 3,000 metrum) eru frábrugðin í að barrið er minna upprúllað í jaðarinn, og eru aðskilin sem afbrigðið Abies delavayi var. nukiangensis (Cheng & Fu) Farjon.[3]

Trén í suðaustur Tíbet hafa verið aðgreind sem Abies delavayi var. motuoensis Cheng & Fu, og eru frábrugðin í að vera með ljósari, þétthærðum sprotum.[3]

Víetnamski stofninn, með aðgreinda útbreiðslu á Fansipan (með 3,143 metra er það hæsta fjall í Víetnam), er frábrugðið með fölari rauðbrúnum sprotum og að könglarnir eru með styttri hreisturblöðkum (ekki útstæðar), og er greint sem undirtegundin Abies delavayi subsp. fansipanensis (Q.P.Xiang) Rushforth (syn. Abies fansipanensis Q.P.Xiang).[6]

Abies delavayi er stundum ræktaður sem prýðistré, en velheppnuð ræktun ar takmörkuð við svöl sumur og mikla úrkomu, svo sem vestur Skotland og Kyrrahafsströnd Kanada. Hálf-dverg form (verður 3 til 4 metra hátt) upprunnið úr mikilli hæð hefur verið valið til ræktunar; 'Major Neishe'.[7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Xiang, Q.; Rushforth, K.; Carter, G. (2011). Abies delavayi. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2011: e.T42277A10676454. doi:10.2305/IUCN.UK.2011-2.RLTS.T42277A10676454.en. Sótt 20. nóvember 2021.
  2. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  3. 3,0 3,1 3,2 A, Farjon (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books. ISBN 3-87429-298-3.
  4. Franchet, A. (1899). Plantarum Sinensium. J. de Botanique 13: 253-260.
  5. Rushforth, K. (1984). Abies delavayi and A. fabri. Int. Dendrol. Soc. Yearb. 1983: 118-120.
  6. Rushforth, K. (1999). Taxonomic notes on some Sino-Himalayan conifers. Int. Dendrol. Soc. Yearb. 1998: 60-63.
  7. K., Rushforth (1987). Conifers. Christopher Helm. ISBN 0-7470-2801-X.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi plöntugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.