Fara í innihald

Japansþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Abies homolepis)
Barr og köngull
Barr og köngull
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. homolepis

Tvínefni
Abies homolepis
Siebold & Zucc.
Samheiti
  • Abies brachyphylla Maxim.
  • Abies brachyphylla var. tomomi (Bobbink & Atk. ex Rehder) Dallim. & A.B.Jacks.
  • Abies finhonnoskiana R.Neumann ex Parl.
  • Abies firma var. brachyphylla (Maxim.) Bertrand
  • Abies harryana W.R.McNab
  • Abies tschonoskiana Regel
  • Picea brachyphylla (Maxim.) Gordon
  • Picea firma Mast.
  • Picea homolepis (Siebold & Zucc.) Carrière
  • Picea homolepis (Siebold & Zucc.) Gord.
  • Picea pinnosa Mast.
  • Picea tschonofskiana (Regel) Mast.
  • Pinus brachyphylla (Maxim.) Parl.
  • Pinus finhonnoskiana Parl.
  • Pinus harryana (W.R.McNab) W.R.McNab
  • Pinus homolepis (Siebold & Zucc.) Antoine
  • Pinus tschonoskiana Parl.[2][3]

Japansþinur, (fræðiheiti: Abies homolepis[4], á japönsku ウラジロモミ, urajiro-momi) er þintegund ættuð úr fjöllum mið og suður Honshū og Shikoku í Japan. Hann vex í 700 til 2,200 metra hæð, oft í tempruðum regnskógum; með mikilli úrkomu og svölum, rökum sumrum, og snjóþungum vetrum.

Abies homolepis, Mount Auburn Cemetery, Cambridge, Massachusetts, USA.
Barr og börkur Japansþins

Þetta er meðalstórt til stórt sígrænt tré sem verður að 30 til 40 metra hátt tré með stofnþvermál að 1.5 m. Barrið er nálarlaga, flatt, 1.5 til 3.5 sm langt og 2 til 3 mm breitt og 0.5 mm þykkt, glansandi grænt að ofan og með tvær hvítar rendur af loftaugum að neðan, og rúnnaðar eða lítið eitt sýldar í endann. Barrið liggur í spíral eftir sprotanum, en undið neðst þar sem það liggur nokkurnveginn útflatt til hvorrar hliðar á sprotanum og ofan til, og fá undir. Árssprotarnir eru gulir til daufgulir, hárlaust, og oft áberandi grópað. Könglarnir eru 6 til 12 sm langir og 3 til 4 sm breiðir, purpurabláir fyrir þroska; hreisturblöðkurnar eru stuttar, og sjást ekki utan á könglinum. Vængjuð fræin losna þegar könglarnir sundrast við þroska um 6–7 mánuðum eftir frjóvgun.

Viður Japansþins er notaður í byggingar. Utan Japan er hann ræktaður sem prýðistré; í Evrópu og Norður-Ameríku.

Hann er einnig vinsæll í skógrækt þar sem hann er þolinn gegn loftmengun.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Katsuki, T.; Zhang, D; Rushforth, K. & Farjon, A. (2013). "Abies homolepis". The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42288A2969985. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42288A2969985.en. Retrieved 9 January 2018.
  2. Japansþinur en PlantList“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. nóvember 2020. Sótt 15. janúar 2017.
  3. Japansþinur. World Checklist of Selected Plant Families.[óvirkur tengill]
  4. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  5. Rushforth, Keith (1986) [1980]. Bäume [Pocket Guide to Trees] (þýska) (2nd. útgáfa). Bern: Hallwag AG. ISBN 3-444-70130-6.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.