Abies hickelii

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Abies hickelii
Abies hickelii.
Abies hickelii.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. hickelii

Tvínefni
Abies hickelii
Flous & Gaussen
Samheiti

Abies religiosa subsp. hickelii (Flous & Gaussen) Strandby, K.I.Chr. & M.Sørensen[1][2]
Abies religiosa var. macrocarpa Martínez
Abies oaxacana Martínez

Abies hickelii er barrtré af þinættkvísl. Hann er einlendur í Mexíkó, og þar aðeins í Chiapas, Guerrero, Oaxaca, Puebla, og Veracruz ríkjum.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

A. hickelii er sígrænt barrtré, hóflega hratt vaxandi (15-30 cm á ári), og verður að 30 metra hátt. Krónan er þröngt keilulaga, minna regluleg á gömlum trjám. Börkur upphaflega sléttur og grár, þykknar síðar og fær reitalaga munstur. brum egglaga, 5 mm löng og 4 mm á breidd. Sprotar mjóir, rauðbrúnir. Nálar 1.8 til 3.5 cm langar og 1-1.8 mm breiðar, skær ljósgrænar að ofan, að neðan grá-grænar, gleiðhyrnt. Karlkyns könglar stuttir, gulir. Könglar ílangt sívalir, 6-8 cm langir og 2,5 til 3,5 cm á breidd, upphaflega fjólublárir og verða dökkbrúnir við þroska. Fræin ljós brún, 6-7 mm löng, 10 mm löng með ljósbrúnum vængnum.

Undirtegundir[breyta | breyta frumkóða]

Tegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:[3]

  • A. h. hickelii
  • A. h. oaxacana

Vistfræði[breyta | breyta frumkóða]

Fjallatré, vex í 2500 til 3000 metra hæð á heittempruðum svæðum, í eldfjallajarðvegi. Svölu og röku loftslagi. Úrkomusamir vetur. Harðgerður að -12°C. "Abies hickelii" vex stundum stakur utan skóga, en vex aðallega í blönduðum skógum með: Pinus montezumae, Pinus pseudostrobus, Pinus ayacahuite, Cupressus lusitanica og runna af ættkvíslunum Vaccinium , Pieris, Ribes, Fuchsia og öðrum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi plöntugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Abies hickelii in the PlantList“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. apríl 2021. Sótt 10. janúar 2017.
  2. Abies hickelii. World Checklist of Selected Plant Families.
  3. „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. Catalogue of Life. 2014.