Fara í innihald

Grikkjaþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Abies cephalonica)
Grikkjaþinur
Grikkjaþinur í "Neuer Botanischer Garten Marburg" í Hesse, Þýskalandi
Grikkjaþinur í "Neuer Botanischer Garten Marburg" í Hesse, Þýskalandi
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. cephalonica

Tvínefni
Abies cephalonica
Loudon
Náttúrulegt útbreiðslusvæði
Náttúrulegt útbreiðslusvæði
Samheiti
  • Abies kukunaria Wender. [1831, Schriften Ges. Beförd. Gesammten Naturwiss. Marburg, 2 : ?]
  • Abies acicularis Maxim. ex Lavallée
  • Abies alba subsp. cephalonica (Loudon) K.Richt.
  • Abies alba var. cephalonica (Loudon) Richt.
  • Abies apollinis Link
  • Abies apollinis var. panachaica (Heldr.) Boiss.
  • Abies apollinis var. reginae-amaliae (Heldr.) Boiss.
  • Abies heterophylla K.Koch
  • Abies luscombeana Loudon
  • Abies panachaica Heldr.
  • Abies peloponnesiaca Haage ex K.Koch
  • Abies peloponnesica Haage ex Heldr.
  • Abies picea var. apollinis (Link) Lindl. & Gordon
  • Abies reginae-amaliae Heldr.
  • Picea apollinis (Link) Rauch. ex Gordon
  • Picea apollinis var. panachaica (Heldr.) Boiss.
  • Picea cephalonica (Loudon) Loudon
  • Picea cephalonica var. panachaica (Heldr.) Lindl.
  • Picea panachaica Heldr. ex Carrière
  • Pinus abies var. apollinis (Link) Endl.
  • Pinus abies var. cephalonica (Loudon) H.Christ
  • Pinus abies var. panachaica (Heldr.) H.Christ
  • Pinus apollinis (Link) Antoine
  • Pinus cephalonica (Loudon) Endl.
  • Pinus cephalonica var. reginae-amaliae (Heldr.) Voss
  • Pinus picea var. graeca Fraas[2][3]

Abies cephalonica eða Grikkjaþinur[4] er þintegund ættuð úr fjöllum Grikklands , aðallega á Peloponnesos og eyjunni Kefallonia, og rennur saman við hinn náskylda Búlgaríuþin lengra norður í Pindus fjöllum Norður-Grikklands. Þetta er meðalstórt sígrænt tré sem verður 25 til 35 metra (sjaldan 40m) hátt og með stofnþvermál að einum meter. Hann vex í 900 til 1700 metra hæð yfir sjávarmáli, á fjöllum með úrkomu yfir 1000mm á ári.

Villtur Grikkjaþinur
Grein með barri
Blómstrandi grein
Útbreiðslusvæði

Barrið er nálarlaga, flatt, 1.5 til 3 sm langt og 2mm breitt og 0.5mm þykkt, gljáandi dökkgrænt að ofan, og með tvær bláhvítar loftaugarákir að neðan. Oddurinn á barrinu er yddur, yfirleitt nokkuð hvass en stundum sljór, sérstaklega á hægvaxandi sprotum á eldri trjám. Könglarnir eru 10 til 20 sm langir og 4 sm breiðir, með um 150 til 200 köngulskeljum, hver með lítið eitt útstæðu stoðblaði og tvemur vængjuðum fræjum; könglarnir sundrast þegar þeir eru fullþroska til að losa fræin.

Hann er einnig náskyldur Nordmannsþini austur í norður Tyrklandi.

Grikkjaþinur var mikilvægur áður fyrr til timburs í byggingar, en er nú of sjaldgæfur til að vera til mikilla nytja. Hann er einnig ræktaður til prýðis í almenningsgörðum og öðrum stórum görðum, þó á svæðum sem fá sein vorfrost hættir honum til að fá skemmdir, þar sem hann er eitt af fyrstu barrtrjánum til að byrja vöxt að vori.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Gardner, M.; Knees, S. (2011). „Abies cephalonica“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2011. Sótt 14. nóvember 2011.
  2. Abies en PlantList“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. apríl 2018. Sótt 12. janúar 2017.
  3. Grikkjaþinur. World Checklist of Selected Plant Families.[óvirkur tengill]
  4. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.