ABO-blóðflokkar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá ABO)

ABO-blóðflokka kerfið er mikilvægasta blóðflokkunarkerfið í blóðgjöf manna. Með ABO er átt við fjóra flokka blóðs: O, A, B og AB.

Kerfið var uppgötvað af Karl Landsteiner, austurrískum meina- og ónæmisfræðingi árið 1901 og hlaut Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði fyrir það árið 1930. Það byggir á mótefnum (enska: antibodies) og mótefnavökum (enska: antigens). Mótefnavakarnir sem ABO-blóðflokkakerfið byggir á eru fjölsykrur sem eru fastar í frumuhimnu rauðra blóðkorna en mótefnin myndast í ónæmiskerfinu.[1]

Ástæðan t.d. fyrir því að ekki má gefa manni af O-blóðflokki blóð af öðrum flokki er sú, að hann hefur mótefni í blóði gegn þeim sykrum sem vantar utan á rauðu blóðkornin í honum. Blóðið hlypi þá í kekki. Hins vegar má einstaklingur í O-blóðflokki gefa öllum blóð þar sem að í blóði hans er enginn vaki sem mótefni væntanlegs blóðþega gæti ráðist gegn. Einstaklingur í AB-blóðflokki er með bæði A -og B-vaka en engin mótefni. Hann getur þá þegið blóð úr öllum flokkum en aðeins gefið blóð til einstaklings í sama blóðflokki. [2].

Breytileiki blóðflokka tengist líklega náttúruvali en blóðflokkar geta haft áhrif á næmi fyrir smitsjúkdómum. Bakteríur og veirur festast á frumur með því að bindast yfirborðssykrum og þar skiptir tegund sykrunnar máli. [3]

Tíðni blóðflokka er mismunandi eftir löndum og kynþáttum en O-flokkur er algengastur í heiminum með 63% hlutfall.

Á Íslandi eru um:

  • 56% í blóðflokki O
  • 32% í blóðflokki A
  • 10% í B
  • 3% í blóðflokki AB. [4]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Rhesus-kerfið

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin? Vísindavefur. Skoðað 8. jan, 2017.
  2. Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóð úr blóðflokki B? Vísindavefur. Skoðað 8. jan. 2016.
  3. Hví hafa þróast með mannkyninu mismunandi blóðflokkar og hvaða tilgangi gegna þeir í dag? Vísindavefur. skoðað 8. jan. 2017.
  4. Hver er algengasti blóðflokkur í heimi? Vísindavefur. Skoðað 8. jan, 2017.