Aþos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Aþos (gríska: Όρος Άθως, Oros Athos (fjallið helga) er fjall og skagi í Norður-Grikklandi en einnig nafn á lýðveldi basilsmunka og er þar frægasta klaustur þeirra.[1] Aþos er sjálfstjórnarsvæði, frá því að munkum var opinberlega gefinn eignaréttur af skaganum frá Miklagarði, árið 875. Áttatíu og átta árum síðar, eða 963 var fyrsta klaustrið á Aþos byggt.[2] Munkar á Aþos aðhyllast grískan rétttrúnaðarsið, og heyra aðeins undir patríkaninn í Konstantínópel, í andlegum efnum. Árið 1963 var haldin hátíð á Aþos vegna 1.000 ára afmæli munkdóms á svæðinu. [3] Klaustrið hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá árinu 1988.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist