Fara í innihald

Tilleiðsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Aðleiðsla)

Tilleiðsla eða aðleiðsla[1][2] er röksemdafærsla þar sem alhæft er út frá takmörkuðum vitnisburði. Í tilleiðslu styðja forsendurnar niðurstöðuna en tryggja hana ekki.

Dæmi um tilleiðslu

[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi er dæmi um tilleiðslu:

Allar krákur sem hafa sést eru svartar.
Þar af leiðandi
eru allar krákur svartar.

Dæmið sýnir glögglega eðli tilleiðslu: dregin er almenn ályktun út frá hinu einstaka. En þar sem ályktað er út fyrir forsendurnar er niðurstaðan ekki örugg. Ef við erum ekki viss um að hafa séð hverja einustu kráku í heiminum – sem er ómögulegt í framkvæmd – þá er alltaf mögulegt að til sé ein sem er öðruvísi á litinn. (Það mætti bæta því við skilgreiningu á kráku að hún sé svört; en ef tveir „krákulegir“ fuglar væru nákvæmlega eins fyrir utan litinn, þá myndum við segja að önnur krákan væri svört en hin væri nýtt og sjaldgæft afbrigði t.d. blárrar kráku – við myndum samt sem áður segja að hvort tveggja væri afbrigði kráku.)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Orðið „Tilleiðsla“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
  2. Orðið „Tilleiðsla“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
  • Dictionary of Philosophy of Mind:Induction
  • The Internet Encyclopedia of Philosophy:Deductive and Inductive Arguments
  • „Hvað eru skynsamleg rök?“. Vísindavefurinn.
  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.