Aðalbólsheiði
Útlit
Aðalbólsheiði er austust heiðanna þriggja sem saman mynda heiðaflæmið Tvídægru upp af Miðfjarðardölum, á milli Vestur-Húnavatnssýslu og Borgarfjarðar. Hún er kennd við eyðibýlið Aðalból í Austurárdal, sem er austastur Miðfjarðardala. Austan hennar er Víðidalstunguheiði.
Heiðin tilheyrði áður Aðalbóli, sem var eign Hólastóls, en var seld Ytri- og Fremri-Torfustaðahreppi sem upprekstrarland skömmu fyrir 1900.