Fara í innihald

478

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árþúsund: 1. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Árið 478 (CDLXXIII í rómverskum tölum)

  • Austrómverski keisarinn Zenon reynir að etja austgotnesku keppinautunum Þjóðreki og Þeódórik Strabo gegn hvorum öðrum. Þjóðrekur var konungur Austgota en Þeódórik Strabo var hershöfðingi sem hafði verið yfirmaður herafla Austrómverja en lýstur óvinur ríkisins árið áður af Zenon. Austgotarnir semja um frið sín á milli og snúast gegn Zenon. Á endanum semur Zenon svo um frið við Þeódórik Strabo á meðan Þjóðrekur verður óvinur Austrómverja og hefur hernað gegn þeim árið eftir, 479.
  • Verína, tengdamóðir Zenons keisara, reynir að fá hershöfðingjann Illus myrtan. Illus hafði staðið með Zenon gegn bróður Verínu (og fyrrum keisaranum) Basiliskosi. Illus sleppur frá samsærinu og bjargar svo keisaranum frá samsæri árið eftir, 479, sem Verína kom einnig að.
  • Narses - austrómverskur hershöfðingi (d. 573)
  • Lupus af Troyes - biskup í Troyes