330 f.Kr.
Útlit
Árþúsund: | 1. árþúsundið f.Kr. |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
330 f.Kr. var 70. ár 4. aldar fyrir Krists burð. Í Rómaveldi var það þekkt sem ræðismannsár Crassusar og Vennos eða sem árið 424 ab urbe condita. 330 f.Kr. hefur verið notað frá því á miðöldum þegar farið var að notast við árin frá fæðingu Jesú Krists.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 20. janúar - Alexander mikli sigraði her Persaveldis undir stjórn landstjórans Ariobarzaness við Persahlið. Ariobarzanes hafði varist 17.000 grískum hermönnum með 700 ódauðlegum persneskum hermönnum í 30 daga.
- 30. janúar - Alexander mikli hélt inn í Persepólis.
- 17. júlí - Daríus 3. var myrtur af Bessusi landstjóra í Baktríu.