Fara í innihald

127 klukkustundir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
127 klukkustundir
127 Hours
Auglýsingaplakat myndarinnar
LeikstjóriDanny Boyle
HandritshöfundurDanny Boyle
Simon Beaufoy
FramleiðandiChristian Colson

John Smithson
Danny Boyle

Sharan Kapoor
LeikararJames Franco
FrumsýningFáni Bandaríkjana 5. nóvember 2010
Fáni Íslands 18. febrúar 2011
Lengd94 mín.
TungumálEnska
Aldurstakmark16 ára
Ráðstöfunarfé$18.000.000

127 klukkustundir (enska: 127 Hours) er sannsöguleg kvikmynd frá árinu 2010 sem er byggð á lífsreynslu fjallgöngumannsins Aron Ralston sem að festi handlegginn sinn í gljúfri í Utah árið 2003 þegar að hnullungur féll á hann og eyddi fimm dögum fastur þar. Myndin er leikstýrð og skrifuð af Danny Boyle og fer James Franco með hlutverk Ralstons. Handritið er byggt á bók Ralstons Between a Rock and a Hard Place.

Gagnrýnendur gáfu myndinni góða dóma og var hún tilnefnd til þriggja Golden Globe verðlauna á 68. Golden Globe verðlaunahátíðinni. 127 Hours var líka tilnefnd til sex óskarsverðlauna á 83. Óskarsverðlaunahátíðinni þar á meðal fyrir bestu kvikmynd, besta leikara og bestu leikstjórn.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.