Pelópsskagi
Útlit
(Endurbeint frá Πελοπόννησος)
Pelópsskagi (stundum nefndur Pelópsey, á forngrísku: Πελοπόννησος, Peloponnesos) er stór skagi á Suðvestur-Grikklandi, sunnan Kórintuflóa. Skaginn er suðvestur af Attíkuskaga og tengist honum um Kórinþueiðið. Fjölmargar fornminjar eru á skaganum, svo sem á borgarstæðum fornu borganna Messenu, Mýkenu, Ólympíu, Pýloss, Spörtu, Tegeu og Tiryns. Við skagann er Pelópsskagastríðið kennt.
Árið 1893 var grafinn Kórinþu-skipaskurðurinn í gegnum skagann sem gerði hann í raun að eyju þó hann sé ekki talinn sem slík.
Landfræði
[breyta | breyta frumkóða]Svæði
[breyta | breyta frumkóða]- Arkadía - 100.611 íbúar
- Argólis - 108.636 íbúar
- Kórinþa - 144.527 íbúar (nema sveitarfélagið Agioi Þeodoroi og megnið af Loutraki-Perakkora, sem liggja austan við Kórinþueiðið)
- Lakónía - 100.871 íbúar
- Messenía - 180.264 íbúar
- Akkaja - 331.316 íbúar
- Elis - 198.763 íbúar
- Pelópsskagaeyjur (einungis sveitarfélagið Troizinia og hluti af Poros)
Helstu borgir
[breyta | breyta frumkóða]Helstu borgir Pelópsskaga eru:[1]
- Patras - 214.580 íbúar
- Kalamata - 70.130 íbúar
- Kórinþa - 58.280 íbúar
- Tripoli - 46.910 íbúar
- Argos - 42.090 íbúar
- Pyrgos - 48.370 íbúar
- Aigion - 49.740 íbúar
- Sparta - 35.600 íbúar
- Nafplion - 33.260 íbúar
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Íbúafjöldi miðast við manntal árið 2011.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Pelópsskaga.