Fara í innihald

Þuríður Sigurðardóttir - Fjórtán vinsæl lög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þuríður Sigurðardóttir - Fjórtán vinsæl lög
Bakhlið
SG - 071
FlytjandiÞuríður Sigurðardóttir
Gefin út1973
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Þuríður Sigurðardóttir - Fjórtán vinsæl lög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973. Ljósmynd á plötuumslagi tók Jóhannes Long.

  1. Ég ann þér enn - Lag - texti: Reed/B. Mason — M. Ingimarss./Ó. Ragnarsson
  2. Bláu augun þín - Lag - texti: Gunnar Þórðarsson - Ólafur Gaukur
  3. Árin líða - Lag - texti: Matthías Á. Mathiesen - Ólafur Pálsson
  4. Vinur kær - Lag - texti: M. Carr/B. Nisbet — Guðm, Jónsson
  5. Játning - Lag - texti: Sigfús Halldórsson — Tómas Guðmundsson
  6. Bónorðið - Lag - texti: Lydiate — Ómar Ragnarsson - Vilhjálmur Vilhjálmsson syngur með
  7. Ég á mig sjálf - Lag - texti: Chris Andrews — Ómar Ragnarsson
  8. Í okkar fagra landi - Lag - texti: Hall — Þorsteinn Eggertsson
  9. Í dag - Lag - texti: Gunnar Þórðarson
  10. Í Reykjavík - Lag - texti: Hjördís Pétursdóttir - Jenni Jóns
  11. Ég vil að þú komir - Lag - texti: Gunnar Þórðarson
  12. Elskaðu mig - Lag - texti: S. Bono — Ómar Ragnarsson
  13. Minningar - Lag - texti: Gunnar Þórðarson — Jónas Friðrik - Pálmi Gunnarsson syngur með
  14. Ég er í ofsastuði - Lag - texti: R. og I.Berns — Ómar Ragnarsson


Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Á þessari plötu er að finna öll þau lög, sem Þuríður Sigurðardóttir hefur sungið ein inn á hljómplötur, allt frá laginu Elskaðu mig, sem hún söng kornung inn á plötu með Lúdó-sextettinum og til lagsins Bláu augun þin, sem hún söng inn á síðasta ári. Þeir Vilhjálmur Vilhjálmsson og Pálmi Gunnarsson syngja með henni! sitt hvoru laginu. Að öllum öðrum söngkonum ólöstuðum leikur ekki minnsti vafi á, að Þuríður Sigurðardóttir ber af öllum öðrum, sem fást við að syngja dans- og dœgurlög hér á landi. Þess vegna œtti þessi plata að vera vel þegin af hinum stóra aðdáendahópi hennar.