Þriggja alda kerfið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þriggja alda kerfið er hugmynd að tímabilaskiptingu forsögulegs tíma mannkynssögu sem danski fornleifafræðingurinn Christian Jürgensen Thomsen setti fram á 3. áratug 19. aldar til að auðvelda flokkun gripa í Danska þjóðminjasafninu. Í þessu kerfi eru þrjár aldir nefndar eftir meginefnivið tækja sem smíðuð voru á hverjum tíma. Aldirnar eru:

Tímabilið sem hver öld nær yfir er misjafnt eftir heimshlutum.

Sumir höfundar hafa viljað skipta öldunum frekar upp. Þekktust er skipting steinaldar í fornsteinöld og nýsteinöld samkvæmt uppástungu John Lubbock frá 1865.