Fara í innihald

Þrifill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þrifill
Teiknuð mynd af þrifli
Teiknuð mynd af þrifli
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Labridae
Ættkvísl: Labroides
Tegund:
Þrifill

Tvínefni
Labroides dimidiatus
Valenciennes, 1839

Þrifill (fræðiheiti: Labroides dimidiatus) er lítil fisktegund sem lifir við kóralrif í Indlandshafi, stórum hluta Kyrrahafs en einnig í innhöfum á borð við Rauðahaf. Hann lifir samlífi við aðra fiska og hreinsar sníkjudýr og dauðar hreisturflögur af hreistri þeirra. Á móti fær hann bæði næringu og öryggi.

Allir þriflar hefja lífsferil sinn sem hrygnur. Þær halda sig í hópi sem samsettur er úr 6-8 fiskum, þar af er bara einn hængur. Þegar hængur drepst skiptir sterkasta hrygnan um kyn og æxlast við hinar hrygnurnar.

Þriflar hreinsa sníkjudýr af „viðskiptavini“ sínum (Epinephelus tukula)
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.