Þrepaskattur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þrepaskattur er haft um skattaálagningarkerfi þar sem skattaprósentan er mismikil eftir tekjum, og þannig álögð að mismikið er tekið af ákveðnum tekjueiningum, allt eftir því sem ríkið ákveður. Þrepaskattur hefur það markmið að stuðla að tekjujöfnun. Fjölþrepaskattur er skattur sem hefur ótiltekin fjölda skattþrepa.

Í byrjun nóvember 2009, í kjölfar bankahrunsins, var lagt til á Íslandi að upp yrði tekinn þriggjaþrepaskattur, og hann skilgreindur þannig:

Laun í krónum Skattur
0 - 250.000 36,1%
250.000 - 500.000 41,1%
500.000 og yfir 47,1%

sem hefði það í för með sér að skattgreiðandi með 350.000 krónur í laun þyrfti að greiða samtals 131.350 krónur í skatt, en það skiptist þannig niður að 36,1% fara í skatt af fyrstu 250.000 krónunum (90.250 krónur) og 41,1% af eftirstandandi 100.000 krónunum (41.100 krónur) sem hann aflaði sér. Persónuafsláttur dregst síðan frá upphæðinni (131.350 mínus 42.205), þannig að heildarskattur viðkomandi væri samtals 89.145.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.