Persónuafsláttur
Útlit
Persónuafsláttur er ákveðin fjárhæð sem dregin er frá útreiknuðum tekjuskatti. Ef persónuafsláttur er hærri en útreiknaður skattur kallast það ónýttur persónuafsláttur og er hann notaður til að greiða önnur álögð gjöld (eignarskatt, sjúkratryggingagjald, útsvar). Allir sem náð hafa 16 ára aldri á árinu og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti og sama gildir um þá sem dvelja hér á landi tímabundið vegna starfa. Aðeins fólk sem hefur náð 16 ára aldri og er með skattalega heimilisfestu á Íslandi fær þennan afslátt af skattinum[1].
Persónuafsláttur á Íslandi árið 2014 var 50.498 kr. á mánuði[2]. Árið 2015 var hann 50.902 kr. á mánuði eða 610.825 á ári.