Fara í innihald

Þrasið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þrasið er ræðukeppni sem byggist upp af eldri keppendum úr MORFÍs, frægum og annáluðum ræðumönnum og óbreyttum almenningi. Keppnin fer fam á sumrum og hafa úrslit hennar ávallt verið hluti af dagskrá menningarnætur ár hvert.

Það var að frumkvæði fyrrum MORFÍs-keppandans Braga Páls Sigurðarsonar sem farið var af stað með keppnina í fyrsta skiptið sumarið 2009, en hann vildi færa MORFÍs fyrirkomulagið til almennings. Þetta sumarið var reynt að gera Þrasið að svokallaðri „kempukeppni“ þar sem hin ýmsu áberandi fyrirmenni úr íslensku samfélagi, sem höfðu reynslu (eða ekki) af MORFÍs voru fengin til þess að taka þátt, en um tíma höfðu til dæmis rapparinn Dóri DNA, söngvari Sprengjuhallarinnar — Atli Bollason og alþingismenn Framsóknarflokksins — þeir Höskuldur Þórhallsson og Birkir Jón Jónsson boðað þátttöku sína í keppninni. Keppnin var haldin í Austurbæjarbíó og fékk hún mikla athygli.

Frá sumrinu 2010 hefur keppnin lifað góðu lífi þrátt fyrir að ekki hafi verið gert jafn mikið úr því að fá kempur til þess að taka þátt, en hún hefur verið haldin í húsakynnum Hins Hússins niðri í miðbæ og hafa framhaldsskólanemar að mestu leyti tekið keppnina undir sinn verndarvæng þar sem lang flestir keppendur koma úr mismunandi framhaldsskólum en skráning í keppnina hefur samt sem áður að sjálfsögðu ætíð verið öllum opin.

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.