Þróttur Vogum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ungmennafélagið Þróttur er íþróttafélag í Vogum á Vatnsleysuströnd sem stofnað var árið 1932. Félagið leggur stund á knattspyrnu, körfuknattleik, júdó og sund.

Knattspyrna[breyta | breyta frumkóða]

Knattspyrnuvöllurinn í Vogum nefnist Vogaídýfuvöllurinn og er kenndur við samnefnda sósutegund. Aðalbúningur Þróttara er appelsínugul treyja, svartar buxur og svartir sokkar. Þróttur sendi fyrst lið til keppni í meistaraflokki karla á Íslandsmóti árin 1999 og 2000. Eftir nokkurra ára hlé var þráðurinn tekinn upp að nýju árið 2008 og hefur karlaflokkur liðsins tekið þátt í Íslandsmótinu upp frá því. Sumarið 2021 urðu Þróttarar C-deildarmeistarar undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar og léku í Lengjudeildinni sumarið eftir en höfnuðu þar í neðsta sæti.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

https://throtturvogum.is/