Þrætuepli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
καλλιστι: handa þeirri fegurstu!

Þrætuepli er eplið sem gyðjan Eris fleygði til Heru, Afródítu og Pallas Aþenu, en á eplið var ritað: „til hinnar fegurstu“ (gr. καλλιστι). Var París fenginn til að skera úr um hver þeirra það væri sem eplið ætti að hljóta. Hann gaf Afródítu eplið vegna þess að hún lofaði honum fegurstu konur jarðar. Þannig komst hann yfir Helenu hina fögru. Var þetta upphafið að Trójustríðinu.

Þrætuepli er einnig haft um eitthvað sem menn deila um.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.