Þorsteinn Tumason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorsteinn Tumason (d. 1224) var ábóti í Saurbæjarklaustri í Eyjafirði, þriðji og líklega síðastur í röð ábóta þar. Hann tók við eftir að Eyjólfur Hallsson ofláti lést 1212 og gegndi ábótastarfi til dauðadags, en eftir að hann dó er ekki getið um ábóta í Saurbæ og raunar ekkert klausturstarf, svo að líklega hefur klaustrið lagst af eftir lát hans.

Þorsteinn var Ásbirningur, launsonur Tuma Kolbeinssonar goðorðsmanns í Ási í Hegranesi og hálfbróðir Kolbeins Tumasonar, Arnórs Tumasonar og Halldóru, konu Sighvats Sturlusonar. Hann átti að minnsta kosti fimm börn og dætur hans, Guðrún og Steinunn, voru fylgikonur Sveinbjarnar og Kráks, sona Hrafns Sveinbjarnarsonar, sem voru höggnir eftir Örlygsstaðabardaga.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Klaustur í Bæ, Hítardal, Saurbæ og á Keldum". Sunnudagsblað Tímans, 27. ágúst 1967“.
  • „„Saurbæjarklaustur". Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.