Fara í innihald

Þorndís (Acartia)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þorndís
Þorndís
Þorndís
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropod)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Krabbaflær (Copepoda)
Ættbálkur: Svifkrabbaflær (Calanoida)
Ætt: Acartiidae
Ættkvísl: Arcatia
Tvínefni
Acartia spp
Dana, 1846

Þorndís (fræðiheiti: Acartia) er ættkvísl sem tilheyrir flokk krabbaflóa (Copepoda) og er frekar algeng í dýrasvifi hér við íslandsstrendur. Þorndís er algegnust yfir grunnsævi og á 0-20 m dýpi en hefur fundist á allt að 600 m dýpi. Til eru ótal tegundir af henni og er hægt að finna þær á svifi allt árið um kring, þó minna sé um þær yfir vetrartímann.[1][2]

Útlit og einkenni

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar þorndís (Acartia) er orðin fullvaxta er hún um 1-2 mm að lengd. Þær eru mjög hita- og saltþolnar lífverur, en að jafnaði þola þær seltu frá 1 ‰ upp í 38 ‰ og hitastig á milli 0°C til 30°C.[3] Greining þroskastigs fer eftir útliti hala og fjölda fóta. Til samanburðar er 'Acartia' mun munni en rauðáta en aftur á móti er fótafjöldinn sá sami eða fimm fótapör hjá fullvaxta lífveru. 'Acartia' hefur færri liði í halanum heldur en rauðátan, fullvaxta karldýr hafa fjóra liði en kvendýrið þrjá. Fimmta fótapar lífverunnar segir til um kyn dýrsins, hjá karldýrinu er það stórt og breytt og nota þeir það til kynæxlunar með því að krækja því í kvendýrið. Greina má kvendýrið með því að skoða lögun fálmara, en liður tvö hjá kvendýrinu er stærri en á karldýrinu.[4] Karldýrið hefur styttri líftíma en kvendýrið sem getur haft áhrif á fjölgun lífverunnar á vissum svæðum. Þorndís hefur getuna til að sleppa að meðaltali 18-50 eggjum á 5-6 daga fresti og yfir allt lífskeið hennar getur hún framleitt í kringum 700 egg.[5]

Lífshættir og hrygning

[breyta | breyta frumkóða]

Kvenkyns Þorndís losar egg út í hafið og úr þeim koma nauplius-lirfur, en það er fyrsta lirfunarstig allra krabbadýra. Lífsferill þorndísa spannar yfir 6 stig til að komast á stig copepodites og fara síðan gegnum önnur sex stig til að verða fullvaxta krabbafló. Lífveran er örsmá og hafa verið gerðar mælingar á þorndísi á fyrsta lifrustigi, en var hún þá um 65 μm. Talið er að lirfunarferli þorndísar spanni yfir tvær vikur og þá ætti að vera komið fullvaxta lífvera.[6] Sumar tegundir Acartia hafa þann eiginleika að losa út dvalaregg sem byrja ekki lifrunarferli sitt fyrr en umhverfisaðstæður eru sem bestar fyrir tegundina. Það er mismunandi hvaða umhverfi undirtegundir ættkvíslins þola m.t.t. hitastigs, seltumagns og næringaþörf. Einnig virðist það vera meira um að bein losun eggja gerist á sumrin, eða við hærri hitastig en yfir vetrartímann sést meira af dvalareggjum.[7]

Aðalfæða þorndísar er plöntusvif auk annara dýrasvifa eins og t.d. hjóldýra (rotifer). Þær nærast einnig á sínum eigin eggjum og lirfum (nauplii). Hegðunarmynstur þorndísar varðandi fæðuinntöku er mismunandi eftir aðstæðum þeirra. Þegar mikil fæða er til staðar þá er hún kjurr og fæðan kemur með straum vatnsins til hennar en þegar minna er um fæðu þá hefur hún sýnt þá tilhneygingu að leita bráðarinnar og stökkva á hana.[8]

Árið 1974 rannsakaði Ólafur Karvel Pálsson fæðumynstur fiskseiða við íslandstrendur. Samkvæmt þeirri rannsókn var Þorndís ('acartia') aðalfæða þorskseiða m.t.t. landshluta, þ.e. ef hún var í miklu magni þá kusu þorskseiðin þorndísina fram yfir önnur svifdýr eins og rauðátu, ljósátu ofl.[9]. Ólafur ásamt öðrum framkvæmir sambærilega rannsókn árið 2014 um vistkerfi íslandshafs og breytingar á lífsháttum loðnu. Í þeirri fræðigrein kemur í raun staðfesting fyrri rannsókn Ólafar, en þar segir að sunnan lands við grunnsvæði, voru þorndís ('acartia') ásamt rauðátu aðalfæða þorskseiða og loðnu.[10]

Hentugur lífsferill þorndísar hentar vel til ræktunar og hafa verið gerðar rannsóknir á að nýta ýmsar undirtegundir hennar til eldis [11]. Krabbaflær eru alla jafna notaðar mikið til ræktunar vegna þess að hita- og seltuþol þeirra er á breiðu bili og svo virðist sem sveiflur í umhverfisaðstæðum hafi ekki mikil áhrif á þær. Þó ber að meðhöndla rannsóknarsýni á öllu dýrasvifi með aðgát þar sem þetta eru örsmáar viðkvæmar lífverur [12]