Þorlákur Markússon
Þorlákur Markússon (um 1692 til 14. september 1736) var lögréttumaður í Hegranesþingi frá 1719. Þorlákur varð stúdent frá Hólaskóla 1712. Þorlákur var mikill fróðleiksmaður, lögvitur og læknir góður. Eftir hann liggja ýmis ritverk, Sjávarborgarannáll,[1] ritgerð um erfðir sem geymd er á Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn, Íslandslýsing í Lbs 291 fol í Landsbókasafni og lækningabók í JS 359 4to í Landsbókasafni.[2][3]
Kona Þorláks var Hólmfríður Aradóttir (d. 1745), dóttir Ara Jónssonar prests og skálds í Vatnsfirði. Þau áttu mörg börn: Ólafur Þorláksson á Skútustöðum, Ragnheiður Þorláksdóttir á Víðimýri, Ingiríður Þorláksdóttir í Hvammi í Laxárdal, Sigríður Þorláksdóttir, Sveinn Þorláksson á Sjávarborg, Guðrún Þorláksdóttir, Elín Þorláksdóttir á Másstöðum, Markús Þorláksson á Skriðulandi og Hólmfríður Þorláksdóttir á Knappsstöðum. Í Íslenzkum æviskrám er Þorlákur ranglega sagður faðir Jóns Þorlákssonar á Seylu.
Þorlákur bjó fyrst að Gröf á Höfðaströnd en síðan að Sjávarborg í Skagafirði frá 1732 til æviloka.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Lbs 290 fol. | Handrit.is“. handrit.is. Sótt 22. júní 2022.
- ↑ „Lbs 291 fol. | Handrit.is“. handrit.is. Sótt 22. júní 2022.
- ↑ „JS 359 4to | Handrit.is“. Sótt 2022.
- ↑ Páll Eggert Ólason (1952). Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 bd. V. Hið íslenzka bókmenntafélag. bls. 164.