Fara í innihald

Þorkell vingnir Skíðason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorkell vingnir Skíðason var landnámsmaður í Skagafirði og Húnaþingi því að landnám hans náði yfir sýslumörkin. Hann nam land á Vatnsskarði, en byggðin þar, sem telur aðeins örfáa bæi, kallast á Skörðum, og síðan Svartárdal og var því meginhluti landnáms hans í Húnaþingi. Ekki er þó víst hvort hann nam allan Svartárdal eða aðeins austan Svartár. Óvíst er hvoru megin sýslumarka Þorkell bjó og þar með hvort hann skuli teljast með húnvetnskum eða skagfirskum landnámsmönnum.

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.