Þorbjörn kolka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þorbjörn kolka (eða Þorbjörn kólka) var landnámsmaður í Austur-Húnavatnssýslu.

Í Landnámabók segir að hann hafi numið Kolkumýrar og búið þar meðan hann lifði. Örnefnið Kolkumýrar er nú óþekkt en Þorbjörn hefur að öllum líkindum numið land á Ásum fyrir vestan Blöndu, sunnan frá norðurenda Svínavatns til sjávar og vestur að Giljá og Húnavatni.