Þokulúður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þokulúður frá Austurríki

Þokulúður er verkfæri til að senda hljóðmerki til að aðvara farartæki við hættu á leið þeirra eða til að vara skip við að önnur skip séu á sömu slóðum þegar þoka er. Þokulúður er oftast tengdur ferðum á sjó. Þegar ljósmerki frá vita sjást ekki er mögulegt að nota þokulúður til að var við klettum og skerjum og öðrum hættum á siglingaleið.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]