Fara í innihald

Þverárfjallsvegur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Þjóðvegur 73)

Þverárfjallsvegur eða Þjóðvegur 744 er vegur á Norðurlandi og liggur frá Skagastrandarvegi til Sauðárkróks. Vegurinn er um 35 kílómetrar á lengd og lauk lagningu hans haustið 2007 en þá var jafnframt tekin í notkun ný brú yfir Gönguskarðsá.[1]

Gerð vegarins hófst árið 2000 en þá var lagður 12 kílómetra langur vegur yfir Þverárfjall sjálft, milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar. Þar hafði áður verið sumarbílfær vegarslóði þar sem fara þurfti yfir óbrúaðar ár og læki. Vegurinn yfir fjallið liggur hæst í 330 metra hæð yfir sjávarmáli. Þessum áfanga lauk haustið 2002 og var vegurinn þá opnaður. Þar með styttist leiðin milli Sauðárkróks og Blönduóss um 38 kílómetra.[2] Á árunum 2003–2004 var vegurinn frá Skagastrandarvegi, um Laxárdal og Norðurárdal að bænum Þverá, svo byggður upp og á árunum 2006–2007 var lagður nýr vegur Skagafjarðarmegin um Gönguskörð og til Sauðárkróks.[3][4]

  1. Örn Þórarinsson (september 2007). „Þverárfjallsvegur ári á undan áætlun“. Morgunblaðið. bls. 24.
  2. Sóley Jónasdóttir; Margrét Silja Þorkelsdóttir; Helga Aðalgeirsdóttir (Ágúst 2018). „Þverárfjallsvegur (73) í Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá Í Blönduósbæ og Skagabyggð“ (PDF). Vegagerðin. bls. 12.
  3. „Árbók VFÍ/TFÍ - 1. tölublað (01.06.2008) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 25. nóvember 2024.
  4. „Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 15. tölublað (22.05.2006) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 25. nóvember 2024.