Þjóðsöngur Rússlands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þjóðsöngur Rússlands

Sálmur rússneska sambandsins (Rússneska: Госуда́рственный гимн Росси́йской Федера́ции, Gosúdarstvenníj Gímn Rossíjskoj Federatsíí) er þjóðsöngur Rússlands.

Lagið, sem Alexander Alexandrov samdi, er hið sama og var þjóðsöngur Sovétríkjanna 1944-1991, en nýr texti var saminn fyrir sönginn í núverandi mynd.

„Sálmur rússneska sambandsins“ tók við af Föðurlandssöngnum, en töluverð óánægja hafði ríkt með hann þar sem það var enginn texti sunginn við hann.

Andstæðingar þess að taka upp lag gamla þjóðsöngsins hafa litið svo á að það sé skref aftur til tíma Sovétríkjanna en tillagan var samþykkt á neðri deild Rússneska þingsins, Dúmunni, þar sem 381 var fylgjandi, 51 á móti og einn sat hjá.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. People's Daily - Russian Duma Approves National Anthem Bill. 8. des. 2000. sótt 31. júlí 2006.