Þemistókles
Útlit
(Endurbeint frá Þemistokles)
Þemistókles (forngríska: Θεμιστοκλῆς; 524–459 f.Kr.) var leiðtogi aþenskra lýðræðissinna á tímum Persastríðanna. Hann barðist fyrir stækkun flotans til að verjast Persunum og sannfærði Aþeninga um að verja afgangi ríkissjóðsins í byggingu nýrra skipa. Aþenski flotinn óx úr 70 skipum í 200 skip. Afleiðing þessa var m.a. alger yfirráð Aþenu á sjó allt til loka Pelópsskagastríðsins.