Þekkingarhagkerfi
Útlit
(Endurbeint frá Þekkingarhagkerfið)
Þekkingarhagkerfi er hagkerfi þar sem framleiðsla byggist aðallega á nýsköpun og þróun tækni hjá þekkingarfyrirtækjum. Lykileinkenni þekkingarhagkerfisins er áhersla á mannauð og hugverkarétt sem uppsprettu nýrra hugmynda, upplýsinga og verklags. Fyrirtækin nýta sér þessa þekkingu í viðskiptaþróun, og leggja um leið minni áherslu á efnislega framleiðsluþætti og náttúruauðlindir. Þekkingarhagkerfið reiðir sig á óefnislegar eignir til að skapa hagvöxt.
Umræða um þekkingarhagkerfið hefur verið áberandi frá lokum 20. aldar í samhengi við hátækniiðnað og aukna eftirspurn eftir stafrænni þjónustu (upplýsingahagkerfið).