Fara í innihald

Tilkynningarskylda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tilkynningarskylda er skylda aðila til að tilkynna um hluti sem ekki er hægt að halda þagnarskyldu yfir. Kennarar, sálfræðingar, námsráðgjafar og heilbrigðisstarfsfólk er að jafnaði bundið þagnarskyldu um það sem fram fer á milli þeirra og skjólstæðinga þeirra en í ákveðnum tilvikum þá getur þessum aðilum borið skylda til að tilkynna atvik til viðeigandi yfirvalda svo sem barnaverndar eða lögreglu. Ef barn greinir frá ofbeldi við kennara, sálfræðing eða námsráðgjafa sem dæmi þá ber umræddum aðila skylda að tilkynna það barnavernd og ef fullorðinn einstaklingur greinir frá vissum hlutum til dæmis við sálfræðing þá ber viðkomandi skylda til að tilkynna það lögreglu ef það sem skjólstæðingurinn segir er talið ógna lífi fólks. Sá aðili sem tilkynnir er engu að síður bundinn þagnarskyldu nema gagnvart þeim aðila sem viðkomandi tilkynnir málið til.