Þórður skeggi Hrappsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Þórður skeggi)

Þórður skeggi Hrappsson (fæddur um 839) nam að sögn Landnámabókar land milli Leirvogsár og Úlfarsár (Korpu), en hann hélt til Íslands að ráði Ingólfs Arnarsonar. Bú hans var að Skeggjastöðum.

Þórður skeggi var sonur Hrapps Bjarnarsonar bunu. Þórður átti Vilborgu Ósvaldsdóttur, eldri dóttir þeirra hét Helga en hennar maður var Ketilbjörn hinn gamli. Yngri dóttirin hét Þuríður.

Skeggjagata í Reykjavík er nefnd eftir honum.