Úrsmiður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Úrsmiður er iðnaðarmaður sem framleiðir og setur saman ný úr en viðheldur og gerir líka við biluð úr og klukkur. Úrsmíði er lögvernduð iðngrein.

Nám[breyta | breyta frumkóða]

Námið tekur 4 ár. Ekki er hægt að læra úrsmíði á Íslandi nema að hluta. Nemar eru á iðnsamningi hjá úrsmíðameistara en sækja bóklegt og verklegt nám í úrsmíðaskólum erlendis. Flestir íslenskir úrsmiðir hafa sótt nám á danska úrsmíðaskólann í Ringsted í Danmörku allt í allt 80 vikur.

Góður úrsmiður þarf að hafa eftirfarandi til að bera: Góða sjón og nákvæm vinnubrögð, þar sem verkefnið sem unnið er með er oftar en ekki frekar smátt.

Í námi er áhersla lögð á:

  • Málmsmíði til að smíða verkfæri og varahluti
  • Viðgerð á úrum og klukkum
  • Fagteikning
  • Rafmagnsfræði
  • Sölutækni
  • Gluggaútstilling
  • Bókfærsla
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.