Úlfhams saga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Úlfhams saga er fornaldarsaga, sem segir frá Hálfdani vargstakki Gautakonungi og Úlfhami syni hans og átökum þeirra feðga við menn og vættir. Sagan er varðveitt í gömlum rímum, auk þriggja lausamálstexta frá 17., 18. og 19. öld, sem allar byggja beint eða óbeint á efni rímnanna.

Leikritið Úlfhams saga[breyta | breyta frumkóða]

Leikritið Úlfhams saga er byggt á Vargstökum eða Úlfhams rímum sem eru taldar frá 14. öld, og urðu aðgengilegar með doktorsritgerð Aðalheiðar Guðmundsdóttur. María Ellingsen átti hugmyndina að verkinu og setti saman hóp listamanna til þess að setja það upp: Eivöru Pálsdóttur frá Færeyjum, Reijo Kela dansara frá Finnlandi, Snorra Frey Hilmarsson leikmyndateiknara, Grétu Maríu Bergsdóttur dramatúrg og Andra Snæ Magnason rithöfund, sem samdi leiktextann. Leikritið var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2004, og naut töluverðra vinsælda.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Aðalheiður Guðmundsdóttir (útg.): Úlfhams saga. Reykjavík 2001. Doktorsritgerð. Stofnun Árna Magnússonar, Rit 53. ISBN 9979-819-77-4 [1]
  • Vefsíða Árnastofnunar

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]