Fara í innihald

Úlfaldar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úlfaldar
Drómedari, Camelus dromedarius
Drómedari, Camelus dromedarius
Kameldýr, Camelus bactrianus
Kameldýr, Camelus bactrianus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Úlfaldaætt (Camelidae)
Ættkvísl: Camelus
Linnaeus, 1758
Species

Kameldýr (Camelus bactrianus)
Drómedari (Camelus dromedarius)
Camelus gigas
Camelus hesternus
Camelus sivalensis

Úlfaldar eru ættkvísl innan úlfaldaættar. Drómedari (Camelus dromedarius) er tegund úlfalda með einn hnúð á bakinu en kameldýr (Camelus bactrianus) eru tegund úlfalda sem hefur tvo hnúða á bakinu.[1] Náttúruleg heimkynni þeirra eru í eyðimörkum Vestur-Asíu annars vegar og Mið- og Austur-Asíu hins vegar.

Úlfaldar verða að jafnaði 40-50 ára gamlir. Fullvaxinn úlfaldi getur verið allt að 1,85 m á hæð á herðakamb en við hnúðinn getur hann verið allt að 2,15 m á hæð. Hnúðurinn getur verið um 75 cm hár. Úlfaldar geta náð alt að 65 km/klst hraða á spretti en hlaupið lengri vegalengdir á 40 km/klst hraða.

Búseta[breyta | breyta frumkóða]

Kameldýrið (Camelus bactrianus) á heima í Mið-Asíu en búsvæði drómedarans (Camelus dromedarius) eru í norðanverðri Afríku og Arabíu. Kameldýr eiga heima á gresjum í Mið-Asíu frá Túrkmenistan í vestri til Mongólíu í austri. Þau eru stundum notuð sem húsdýr. Kameldýrin eru mjög sterkbyggð og harðger dýr. Þau fara hægt yfir en eru gríðarlega þolin sem burðardýr. Kameldýr er enda mikið notuð sem burðardýr og það eru ekki einu nytjar þeirra. Mjólk og kjöt kameldýra eru höfð til manneldis og ull þeirra er einnig nýtileg. Kameldýr eru ekki alveg jafn fljót að hlaupa og drómedarar. Drómedarar geta ferðast á 13 – 16 km meðalhraða klukkustundum saman, allt að 18 klukkustundir samfleytt. Þau eru svo þolin að þau geta jafnvel ferðast á þessum hraða nokkra daga í röð. Kameldýrin ferðast hins vegar ekki hraðar en 3-5 km á klukkustund.

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Úlfaldar geta auðveldlega étið og melt nánast allar tegundir af gróðri, t.d. stórþyrnótta runna, saltrunna og þyrrkingsgróður sem aðrar jurtaætur ráða ekki við. Dýrin nýta sjaldfengna fæðu sína sem best með því að melta hana nokkrum sinnum í þriggja hólfa vömb sinni. Þau nýta einnig vel rakann úr plöntunum sem þau éta við þorsta, sem þau þola mjög vel.


Úlfaldinn[breyta | breyta frumkóða]

Menjar hafa fundist um að úlfaldar hafi verið til fyrir um 40–50 milljón árum síðan. Úlfaldar þeirra tíma voru á stærð við kanínur og bjuggu í skógum. Smátt og smátt stækkuðu þessar smávöxnu úlfaldategundir og fyrir 35 milljón árum var úlfaldinn orðinn á stærð við geit..


Tvær tegundir úlfalda[breyta | breyta frumkóða]

Eins og fyrr var sagt eru til tvær tegundir úlfalda, kameldýr (Camelus bactrianus), með tvo hnúða á bakinu, og drómedari Camelus dromedarius), með einn hnúð á bakinu. Kameldýrið lifir í Mið-Asíu en drómedarinn í norðanverðri Afríku og Arabíu. Kameldýrið er nokkru stærra en drómedarinn og er öflugt burðardýr. Drómedarar eru hraðskreiðari en kameldýr og geta ferðast á 13-16 km á klst í 18 klukkustundir á dag nokkra daga í röð. Úlfaldar eru spendýr af ættbálki klaufdýra. Klaufir úlfaldanna eru þykkar og breiðar til þess að þeir sökkvi síður í eyðimerkursandinn. Einnig hafa þeir kafloðnar augabrýr og þykk hár í eyrum og nefi til að verjast sandbyljum. Úlfaldar eru upprunnir í Afríku en í dag eru engir villtir úlfaldar eftir þar, heldur aðeins tamdir. Eftir að úlfaldar makast gengur merarnar með í 13-14 mánuði og eignast eftir það eitt folald. Samkvæmt heimildum sem voru gefnar út árið 2010 eru til um það bil 14 milljón úlfaldar í heiminum.

Kameldýr, Camelus bactrianus

Kameldýr og Drómedarar[breyta | breyta frumkóða]

Eins og áður sagði eru kameldýr nokkru stærri en drómedarar, hin úlfaldategundin, og mjög öflug burðardýr. Fullorðið kameldýr vegur 300 til 1000 kg en fullvaxinn drómedari getur verið 300-600 kg. Kameldýr getur drukkið um ¼ af þyngd sinni í einu og það geymir síðan vatnið til margra daga. Stundum ganga þeir langar leiðir og komast ekki í vatn í nokkra daga. Úlfaldar geta orðið um 40–50 ára gamlir. Villtir úlfaldar eru mjög sjaldan árásagjarnir.

Drómedari, Camelus dromedarius

Útlit og líkamsstærð[breyta | breyta frumkóða]

Munurinn á drómedara og kameldýri er sá að drómedarinn er með einn hnúð á bakinu en kameldýrið tvo. Í hnúðunum er fita sem dýrin geta umbreytt í næringu þegar lítið er um um mat, líkt og hjá ýmsum sauðfjárkynjum sem safna fitu í dindilinn. Kameldýrin geta safnað 36 kg af fitu í hvorn hnúð fyrir sig, eða um 72 kg í heildina. Þegar úlfaldar fá ekki mat í langan tíma þá verða hnúðanir slappir og lafa síðan alveg þegar vatnsbirgðinar klárast í líkamanum. Úlfaldarnir geyma vatnsbirgðir sínar í sekkjum sem liggja út frá maganum og þeir þola meira vatnstap en flest önnur spendýr. Kameldýr geta þolað allt að 30% vatnstap en meðaltal hjá öðrum spendýrum er um það bil 15% áður en vatnstapið reynist banvænt. Líkami úlfalda hefur aðlagast eyðirmerkurlífi á fleiri vegu en að geyma vatn og fitu, þeir svitna t.d. ekki og þeir geta drukkið allt að 100 L af vatni í einu eða um það bil ¼ af þyngd sinni.


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jón Már Halldórsson. „Eru til villtir úlfaldar?“. Vísindavefurinn 13.1.2009. http://visindavefur.is/?id=50727. (Skoðað 21.3.2009).