Úlfaldar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Úlfaldar
Drómedari, Camelus dromedarius
Drómedari, Camelus dromedarius
Kameldýr, Camelus bactrianus
Kameldýr, Camelus bactrianus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Úlfaldaætt (Camelidae)
Ættkvísl: Camelus
Linnaeus, 1758
Species

Kameldýr (Camelus bactrianus)
Drómedari (Camelus dromedarius)
Camelus gigas
Camelus hesternus
Camelus sivalensis

Úlfaldar eru ættkvísl innan úlfaldaættar. Drómedari (camelus dromedarius) er tegund úlfalda með einn hnúð á bakinu en kameldýr (camelus bactrianus) eru tegund úlfalda sem hefur tvo hnúða á bakinu.[1] Náttúruleg heimkynni þeirra eru í eyðimörkum Vestur-Asíu og Mið- og Austur-Asíu tilsvarslega.

Úlfaldar verða að jafnaði 40-50 ára gamlir. Fullvaxinn úlfaldi getur verið allt að 1,85 m á hæð á herðakamb en við hnúðinn getur hann verið allt að 2,15 m á hæð. Hnúðurinn getur verið um 75 cm hár. Úlfaldar geta náð alt að 65 km/klst hraða á spretti en hlaupið lengri vegalengdir á 40 km/klst hraða.

Búseta[breyta | breyta frumkóða]

Kameldýr (Camelus bactianur) lifir í Mið-Asíu. Síðan er það Drómedari ( Camelus dromedarius) Drómedarinn lifir í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Kameldýr finnast á gresjum í Mið-Asíu. Þau lifa hjá vestri nær Túrkmenistan til Mongolíu í austri. Þau eru stundum notuð sem húsdýr. Kameldýrin eru virkilega sterkbyggð dýr og eru harðgerð dýr. Þau ferðast hægt en hafa rosalega mikið þol sem burðardýr. Kameldýr er mikið notað sem burðardýr og ekki bara það þá nýtir mannfólkið líka mjólkina frá Kameldýrunum. Við borðum líka kjötið úr Kameldýrunum og notum líka ullina frá þeim. Kameldýr eru ekki alveg jafn fljót að hlaupa og Drómedarar. Drómedarar geta ferðast á 13 – 16 kílómetra (km) á klukkustund (klst) og geta hlupið í 18 klukkustundir samfleytt. Þau eru meðs vo gott þol að þau geta hlupið á 28 klukkustundir á dag í nokkra daga í röð. Kameldýrin geta ferðast 3-5 km á klukkustund.

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Úlfaldar geta auðveldlega borðað nánast alla tegundir af gróðri, td, með stórum þyrnum, salt runnum og þurr plantna sem eru yfirleitt ekki borðuð af öðrum dýrum. Dýrin ganga úr skugga um að þeir fá sem mest út úr sjaldgæfum mat þeirra með melta matinn nokkrum sinnum í þrjú hólf maga síns. Það hjálpar einnig við að svala þorsta sínum með hrífandi raka úr plöntum sem þeir borða.


Úlfaldinn[breyta | breyta frumkóða]

Það eru heimildir til um að úlfaldar hafi verið til fyrir um 40 – 50 milljón árum síðan. Úlfaldinn á þessum tíma var á stærð við kanínu og lifði dýrið í skógum. Úlfaldinn var fyrst pínu lítill og stækkaði það með tímanum. Þau voru fyrst á stærð við kanínu sem var fyrri 40 – 50 milljón árum, síðan fyrir 35 milljón árum var það á stærð við geit..


Tvær tegundir úlfalda[breyta | breyta frumkóða]

Úlfaldar flokkast undir tvær tegundir. Þær eru Kameldýr (Camelus bactianur) sem er með tvo hnúða á bakinu. Síðan er það Drómedari ( Camelus dromedarius) sem er með einn hnúð á bakinu. Kameldýrið lifir í Mið-Asíu en Drómedarinn lifir í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Kameldýrið er mun stærri en Drómedarinn. Kameldýrið er mjög öflugt burðardýr. Drómedarar eru hraðskreðari en Kameldýrin og geta Drómedaranir ferðast á 13-16 km á klst í 18 klukkustundir í nokkra dagar í röð. Úlfaldar eru flokkuð sem spendýr. Þau flokkast undir klaufdýr, kameldýrið er með þykka klaufa til þess að þeir muni ekki sökkva ofan í sandinn í eyðimörkinni. Úlfaldinn kemur upprunalega frá Afríku, en núna í Afríku eru engir villtir Úlfaldar heldur bara tamdir. Eftir að Úlfaldar makast þá ber Úlfaldinn fóstrið í 13-14 mánuði, eftir það þá eignast þeir 1 folald. Úlfaldar hafa þykka klaufar, þyllar augnabrýr og þykk hár i eyrum og nefi. Samkvæmt heimildum sem voru gefnar út árið 2010 eru til um það bil 14 milljón Úlfaldar til í heiminum. Úlfaldar eru ættkvísl innan úlfaldaættar. Drómedari (camelus dromedarius) er tegund úlfalda með einn hnúð á bakinu en kameldýr(camelus bactrianus) eru tegund úlfalda sem hefur tvo hnúða á bakinu. Náttúruleg heimkynni þeirra eru í eyðimörkum Vestur-Asíu ogMið- og Austur-Asíu tilsvarslega.

Kameldýr, Camelus bactrianus

Kameldýr og Drómedarar[breyta | breyta frumkóða]

Kameldýr eru mun stærri en drómedarar sem er úlfalda tegund og eru mjög öflug burðardýr. Drómedarar eru hraðari en kameldýrin og geta ferðast með 13 til 16 kílómetra hraða á klukkustund í 18 klukkustundir samfleytt nokkra sólarhringa í röð. Fullorðinn úlfaldi vegur um það bil 480 kg. fullvaxinn úlfaldi getur verið um 400-600 kg. Kameldýr getur drukkið um ¼ af þyngd sinni í einu, hann geymir síðan allt vatnið til þess að geta látið það duga fyrir marga daga. Stundum labba þeir langar leiðir og komast ekki í vatn í nokkra daga. Úlfaldar geta orðið um 40 – 50 ára gömul. Villtir úlfaldar eru mjög sjaldan árásagjörn. Það sem aðskilur kameldýr frá drómedara er Kameldýr (Camelus bactianur) sem er með tvo hnúða á bakinu. Síðan er það Drómedari ( Camelus dromedarius) sem er með einn hnúð á bakinu. Kameldýrið lifir í Mið-Asíu en Drómedarinn lifir í norðanverðri Afríku og í Arabíu.

Drómedari, Camelus dromedarius

Útlit og líkamsstærð[breyta | breyta frumkóða]

Munurinn á Drómedara og Kameldýri er sá að Drómedarinn er með einn hnúð á bakinu en Kameldýrið er með 2 hnúða á bakinu. Þau eru með 4 lappir, 1 skott, þau eru með þykkar augnabrúnir, eru mað klaufar eru með augu sem sjá virkilega langt, þau svitna ekki. Fullorðinn úlfaldi vegur um það bil 480 kg. fullvaxinn úlfaldi getur verið um 400-600 kg. Það er fita í hnúðunum sem dýrin geta umbreytt í næringu þegar lítið er um um mat, líkt og hjá kindum sem safna fitu í dindlana sem stækka eftir hveru mikil fita er í dindlunum, dindlanir geta verið freka stórir. Kameldýrin geta safnað 36 kg af fitu í hvorn hnúðann fyrir sig, eða um 72 kg í heildina. Þegar Úlfaldar fá ekki mat í langann tíma þá verða hnúðanir slappir og lafa síðan alveg þegar vatnsbyrgðinar klárast í líkamanaum. Vatnsbyrgðinar hjá Úlföldum eru í sekkjum sem liggja út frá maganum, kameldýr geta þolað frekar mikið vatnstap meðal við önnur spendýr. Kameldýrin geta þolað upp í 30 % vatns tap en meðaltal hjá öðrum spendýrum eru um það bil 15 % þangað til að vatnstapið reynist banvænt. Líkami Úlfalda hefur aðlagast eyðirmerkurlífi á fleiri vegu en að geyma vatn og fitu, þar að auki svitna þeir ekki og geta þeir drukkuð allt að 100 L af vatni á dag eða um það bil ¼ af þyngd sinni.


Hraði og stærð[breyta | breyta frumkóða]

Úlfaldar verða að jafnaði 40-50 ára gamlir. Fullvaxinn úlfaldi getur verið allt að 1,85 m á hæð á herðakamb en við hnúðinn getur hann verið allt að 2,15 m á hæð. Hnúðurinn getur verið um 75 cm hár. Úlfaldar geta náð alt að 65 km/klst hraða á spretti en hlaupið lengri vegalengdir á 40 km/klst hraða.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jón Már Halldórsson. „Eru til villtir úlfaldar?“. Vísindavefurinn 13.1.2009. http://visindavefur.is/?id=50727. (Skoðað 21.3.2009).