Örn (fugl)
Ernir er samheiti fyrir yfir stóra ránfugla af haukaætt (Accipitridae). Það eru um 80 tegundir arna í heiminum,

Flestar arnategundir lifa í norðurhluta Evrasíu, en nokkrar tegundir er einnig að finna í Afríku, Ameríku og Ástralíu. Heimkynni hinna ýmsu arnategunda er allt frá norðlægum freðmýrum til suðrænna regnskóga og eyðimerkur. Ernir eru mjög tignarlegir fuglar og er oft taldir „konungar fuglanna“.[1]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]
Ernir eru stórir ránfuglar með stóra, bogna gogga og kraftmikla vængi, fæturninr eru fiðraðir niður að klóm. Klærnar er langar og stórar. Þeir veiða að degi til og geta tekið tiltölulega stór dýr. Sjáaldur arna er stórt og hringlaga eins og í mönnum. Ernir hafa mjög skarpa sjón og geta komið auga á bráð úr mikilli hæð enda er algengt að þeir fljúgi hátt í fæðuleit til að geta leitað eftir bráð á sem stærstu svæði. Til dæmis er talið að gullernir geti greint 45 cm langan héra við góðar aðstæður í 3 km fjarlægð.
Sumar arnategundir veiða bráð á opnu skóglausu landi, en harpörninn (Harpia harpyja) lifir í hitabeltisregnskógi. Snákaernir (Circaetus) sérhæfa sig í að veiða skriðdýr. Hafernir og fiskiernir lifa við sjávarstrendur og vötn þar sem þeir veiða fisk og smádýr eða geta einnig komist í hræ.
Ernir hafa einnig verið notaðir sem veiðifuglar og bestur til þess þykir gullörninn.[2] Hann getur náð dýrum á stærð við rauðref, það er að segja svipuð á þingd og fuglinn sjálfur.
Helstu ógnir
[breyta | breyta frumkóða]Nokkrir arnategundir eru í útrýmingarhættu og fleiri aðrar taldar vera viðkvæmar tegundir.[3]
Ekki síst eru það svo kölluð þrávirk lífræn efni sam hafa mikli áhrif á lífshorfur arna. Þetta eru efni eins og DDT, PCB sem eru fituleysanleg og geta borist í lífverur með fæðu. Þar safnast þau smám saman fyrir í vefjum dýrsins og er slík uppsöfnun í fæðukeðjunni nefnist líffræðileg mögnun. Efnin berast upp fæðukeðjuna og safnast að lokum fyrir í langlífum rándýrum efst í keðjunni.[4]
Fjölmargar aðrar hættur steðja að örnum. Má þar nefna búsvæðaröskun, ofveiði á veiðidýrum hans og ýmiskonar truflun, en ernir eru afar viðkvæmir fyrir truflun á varptíma og hætta er á að þeir yfirgefi hreiðrið. Flestar tegundir arna verða seint kynþroska eins og haförninn á 5.-6. aldursári. Þeir fjölga sér hægt og því eiga stofnar í erfiðleikum með að ná sér eftir miklar áföll.
Ernir á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]
Eina arnartegundin sem lifir á Íslandi er haförninn (Haliaeetus albicilla). Haförninn er sjaldgæfasti og jafnframt langstærsti ránfuglinn í íslenskri náttúru. Hann var í mikilli útrýmingarhættu alla 19. öld og langt fram á 20 öld. Haförninn var friðaður 1913 en stofninn átti lengi mjög erfitt að ná sér, sérlega vegna þess borið var út refaeitur í kindahræum sem ernir sóttu einnig í auk annarra fugla. Eitrið var aðallega svonefnt stryknín sem er þrávirkt eitur. Algjört bann við útburði eiturs var samþykkt árið 1964. Örninn tók þá strax að hjarna við og upp úr 1970 tóku menn að merkja fjölgun í stofninum á ný og hefur hann rúmlega þrefaldast frá árinu 1964 til 2024.[5]
Ernir í menningu
[breyta | breyta frumkóða]
Ernir koma oft fyrir í bókmenntum og goðsögnum fjölda þjóða og hafa verið notaðir sem tákn fyrir höfðingja, heri og ríki.

Ernir og andlegheit
[breyta | breyta frumkóða]Tákn konunga Ptolemajaríkisins í Egyptalands var örn. Örninn var fugl Seifs og Júpíters í grískri og rómverskri goðafræði og tengist stjörnumerkinu Örninn og aðalstjörnu þess, Altair (örninn fljúgandi). Í kristinni trún er örninn tákn fyrir guðspjallamanninn Jóhannes.
Fyrir tíma spánverja í Perú dýrkuðu menningarþjóðir þar erni og þeir eru stór hluti af myndlisraminjum þaðan. Örinn hafði mikilvæga táknræna þýðingu fyrir frumbyggja Norður-Ameríku, ekki síst fjaðrirnar. Meðal annars voru notuðu margar þjóðir frumbyggja arnarfjaðrir til að búa til höfuðbúnað fyrir stríðsmenn.
Í Gylfaginningu er sagt frá erninum sem situr á greinum Asks Yggdrasils og er hann „margs vitandi“.[6]
Fuglinn Garúda, sem er að hluta til örn er mikilvægur til aðstoðar Vishnu í hindúasið.
Tákn ríkis og valds
[breyta | breyta frumkóða]Örninn var tákn Rómverjar fyrir her og heimsveldi. Austurrómverska ríkið notaði tvíhöfða örn sem tákn, og Hið Heilaga rómverska ríki tók einnig upp arnartákn. Mörg lönd sem tengjast sögulega við þessi stórveldi hafa einnig markað það með því að nota erni sem tákn. Örninn er eða hefur verið tákn Prússlands, Austurríkis, Póllands og Rússlands.
Austurríki, Moldóva, Rúmenía og Serbía, hafa örninn á skjaldarmerkjum sínum. Albanía og Moldóva nota bæði erni á fánum sínum. Albanía heitir Shqipëria á albönsku, en það þýðir „Land arnarins“ og tvíhöfða örninn er þjóðartákn. Auk þess hafa fjölda ríkja, aðalsætta og fyrirtækja valið ýmsar gerðir arna sem tákn.
-
Skjaldarmerki konungs Prússlands.
-
Skjaldarmerki keisara Austurríkis.
-
Skjaldarmerki Albanía.
-
Skjaldarmerki Bandaríkjanna.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Fuglavefurinn - Haförn“. Sótt 24. febrúar 2025.
- „Arnarvefur Fuglaverndunarfélagsins“. Sótt 24. febrúar 2025.
- ÖRNINN – SÖGUR OG SAGNIR
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Jóhann Óli Hilmarsson. „Haförninn“. Fuglavefur. Sótt febrúar 2025.
- ↑ Martin Hollinshead (1995). Hawking with Golden Eagles. Hancock House. ISBN 0888393431.
- ↑ „Rauðlisti IUCN um erni“. IUCN.
- ↑ Jón Már Halldórsson (Desember 2002). „Hvað eru þrávirk lífræn efni og hvernig berast þau í dýr?“. Vísindavefur.
- ↑ „Haförn"“. Fuglavernd.
- ↑ Heimir Pálsson annaðist útgáfu (2003). Snorra-Edda, Gylfaginning. Mál og menning. bls. 30. ISBN 9979324252.