Öreindafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Öreindafræði eða háorkueðlisfræði er grein innan eðlisfræðinnar, sem reynir að lýsa eiginleikum og víxlverkun efnis og geislunar. Staðallíkanið lýsir öreindum og víxlverkun þeirra. Einnig er fjallað um grunnkraftana fjóra: sterka og veika kjarnakraftinn, rafsegulkraftinn og þyngdarkraftinn.

Við rannsóknir í öreindafræði eru notaðir orkumiklir eindahraðlar, sem skjóta samstæðum öreindum, t.d. róteindum af miklu afli þannig að þær rekast hverjar á aðra. Við áreksturinn myndast aragrúi annarra einda sem eru rannsakaðar nákvæmlega til að fá vitneskju um innri gerð eindanna sem rákust saman.

CERN er stærsta öreindarannsóknastofa í heimi, en hún er norðvestur af Genf í Sviss á landamærum Frakklands og Sviss. Stóri sterkeindahraðallinn liggur um bæði löndin.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.