Ödipusarduld
Útlit
Ödipusarduld er sú hugmynd sálgreinisins Sigmunds Freuds að á tilteknu skeiði á lífsleiðinni, reðurstiginu, hafi allir strákar dulda kynferðislega löngun til móður sinnar og vilji að sama skapi drepa föður sinn.
Nafnið er dregið frá grísku þjóðsögunni um Ödipús konung í Þebu sem drap föður sinn og giftist móður sinni óafvitandi. Sagan er einkum þekkt frá leikriti forngríska harmleikjaskáldsins Sófóklesar, Ödipús konungur.