Fara í innihald

Ödipusarduld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ödipusarduld er sú hugmynd sálgreinisins Sigmunds Freuds að á tilteknu skeiði á lífsleiðinni, reðurstiginu, hafi allir strákar dulda kynferðislega löngun til móður sinnar og vilji að sama skapi drepa föður sinn.

Nafnið er dregið frá grísku þjóðsögunni um Ödipús konung í Þebu sem drap föður sinn og giftist móður sinni óafvitandi. Sagan er einkum þekkt frá leikriti forngríska harmleikjaskáldsins Sófóklesar, Ödipús konungur.

  Þessi sálfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.