Óspakseyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Óspakseyri í Bitrufirði á Ströndum er landnámsjörð Þorbjarnar bitru en á söguöld bjó þar ójafnaðarmaðurinn Óspakur sem jörðin dregur nafn af. Jörðin er kölluð Eyri í daglegu tali. Á Óspakseyri hefur staðið kirkja frá því snemma á öldum. Kirkjan sem stendur þar í dag var reist árið 1939. Löggilt höfn er á Óspakseyri en engin mannvirki hafa þó verið reist þar henni tengd, þar er ekki bryggja. Þingstaður var á Eyri og Ungmennafélagið Smári í Bitrufirði byggði þar lítið samkomuhús, sem enn stendur, árið 1927, sama ár og félagið var stofnað. Á Óspakseyri var rekið sláturhús til margra ára. Þar var lengi verslun Kaupfélags Bitrufjarðar, en henni og sláturhúsinu hefur hvoru tveggja verið lokað og Kaupfélagið var lagt niður árið 2005.

Árið 2012 opnaði búðin á Óspakseyri aftur eftir að hafa verið lokuð í sjö ár og er hún opin nokkrum sinnum í viku.[1] Rekstur búðarinnar er í höndum bændanna á Bræðrabrekku. Nafni búðarinnar hefur nú verið breytt í Kjörbúðin Óspakseyri.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fréttatíminn. „Opna kaupfélagið í upprunalegri mynd“. timarit.is. Sótt 14. nóvember 2022.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.