Óseyrartangi
Útlit
Óseyrartangi er löng sandeyri í Ölfusi, við suðurströnd Íslands, sem myndar ásamt Ölfusá stórt sjávarlón eða stöðuvatn. Eyrin dregur nafn sitt af ós árinnar og á austurenda hennar er brúin Óseyrarbrú sem vígð var 1989.
Uppgræðsla eyrinnar hófst á 20. öld og er hún nú klædd melgresi fjara á milli. Þar er einnig veitingastaðurinn Hafið Bláa með útsýni að landi og láði.