Óraníu-fljót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

  

Óraníu-fljót suður af Rosh Pinah
Senquá nálægt Ha Potomane (Cutting Camp) í Quthing, Lesótó

Óraníu-fljót (Úr afríkönsku/hollensku: Oranjerivier) er í Suður-Afríku. Það er lengsta áin í Suður-Afríku. Heildarlengd fljótsins 2.432 km. Vatnasviðið nær frá Lesotho til Suður-Afríku og Namibíu í norðri. Upphafið er í Drakensbergfjöllum í Lesótó og þaðan rennur það vestur í gegnum Suður-Afríku til Atlantshafsins. Áin markar landamæri milli Suður-Afríku og Lesótó og á milli Suður'Afríku og Namibíu, en auk þess mörk nokkurra héraða innan Suður- Afríku. Fyrir utan Upington fer hún ekki í gegnum neinar borgir. Óraníu-fljótið nýtt til áveitna og í því eru vatnsaflsvirkjanir og gegnir mikilvægu hlutverki í efnahagslífi Suður-Afríku. Fljótið var nefnd Óraníu-fljót af hollenska landkönnuðinum Robert Jacob Gordon, til heiðurs hollensku Óraníu-fjölskyldunni. Önnur nöfn eru einfaldlega orð fyrir ána, skrifað Garib á Khoekhoegowab, sem var svo þýtt á afrikaans sem Gariep fljót. Einnig Groote River (derived from Kai ![1]Garib) eða Senqu fljót (notað í Lesótó), sem er dregið af "Svartur".[2] Það er þekkt á isiZulu sem isAngqu.[3]

Leið[breyta | breyta frumkóða]

Upphaf Orange er í yfir 3000 m hæð í Drakensberg-fjöllum á landamærum Suður-Afríku og Lesótó, um 200 km vestur af Indlandshafi. Lokahluti fljótsins innan Lesótó heitir Senqu. Hluti Senquárinnar frýs á veturna vegna mikillar hæðar yfir sjávarmáli. Þetta veldur þurrkum neðar í fljótinu ána, sem hefur áhrif á geita- og nautgriparækt.

Orange fljót nálægt Hopetown

Óraníu-fljót rennur vestur í gegnum Suður-Afríku og myndar suðvesturmörk Free State héraðsins. Á þessum hluta rennur fljótið inn í Gariep stífluna og síðar inn í Vanderkloof stífluna. Frá landamærum Lesótó og að Vanderkloof stíflunni rennur fljótið um djúp gljúfur. Neðar er meira flatlendi og þar er fljótið mikið nýtt til áveitna.

Á vesturhluta Free State héraðsins, suðvestur af Kimberley rennur Vaal fljótið í Óraníu-fljót, en Vaal myndar stóran hluta norðurlandamæra héraðsins. Þaðan rennur fljótið lengra vestur í gegnum suðurhluta Kalahari eyðimerkurinnar og Namaqualand í Norður-Kapa héraðinu til Namibíu við 20° austlægrar lengdar. Þaðan rennur það vestur í 550 km og myndar landamæri Suður-Afríku og Namibíu.[4] Á landamærunum fer áin fram hjá bænum Vioolsdrif, aðal landamæraeftirlitinu milli Suður-Afríku og Namibíu.

Þessi mynd sýnir um síðustu 100 km Óraníu-fljóts, þar sem möl í árbotni og meðfram árbökkum er rík af demöntum. Nokkrar demanta námur eru á þessu svæði.

Á síðustu 800 km leiðar Óraníu-fljóts renna margar ár að fljótinu. Í þessu svæði er Namibíu eyðimörkin á norðurbakkanum, þannig að við venjulegar aðstæður kemur lítið vatn þaðan. Árfarvegurinn á svæðinu er mikið rofin og gljúfur eru djúp. Augrabies-fossarnir eru lýsandi fyrir þetta en þar fellur fljótið niður um 122 m á 26 km.

Óraníu-ljót rennur í Atlantshafið á milli smábæanna Oranjemund (sem þýðir ,,appelsínugulur munnur") í Namibíu og Alexander Bay í Suður-Afríku. Svipuð vegalengd er til milli Walvis Bay í Namibíu og Höfðaborgar. Um 33 km ofan við ósinn eru flúðir og sandflákar sem koma í veg fyrir að fljótið sé skipgengt langtímum saman.

Vatnasvið og rigning[breyta | breyta frumkóða]

Augrabiesfossinn á rigningartíma

Á þurrka tímabilinu minnkar vatn í fljótinu verulega vegna mikils rennslis og uppgufunar. Við upptök fljótsins er úrkoma um 2.000 mm á ári, en hún minnkar mikið eftir því sem vestar dregur. Við ósinn er úrkoma minna en 50 mm á ári. Uppgufunin eykst í vestur átt og stuðlar því einnig að minna vatni í fljótinu. Á rigningartímabilinu um sumarið verður fljótið brúnleitt af sandi og aur. Mikið set í fljótinu gerir nýtingu þess erfiða.

Stærð vatnasviðs Óraníu-fljóts og hliðarárinnar Vaal nær yfir 973.000 km² sem jafngildir um 77% af landsvæði Suður-Afríku. Um 366.000 km² , um 38%, eru hins vegar utan hennar í Lesótó, Botsvana og Namibíu.

Hliðarár[breyta | breyta frumkóða]

Stíflur[breyta | breyta frumkóða]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Orðsifjafræði[breyta | breyta frumkóða]

Sumir af íbúum svæðisins fyrir nýlendutímann kölluðu fljótið, ǂNūǃarib sem vísar til svarts litar þess; stundum bara Kai !Arib ("Mikla fljót"). Af því nafni varð til afrikaans útgáfan Gariep, dregið af "Groote Rivier".[5][4] Fyrsta hollenska nafnið á fljótinu var Groote Rivier, sem þýðir "Mikla fljót". Fljótið var nefnt Orange fljót af Robert Gordon ofursta, yfirmanni Hollenska Austur-Indíafélagið (VOC) í Höfðaborg, í ferð til Suður-Afríku árið 1779.[4] Gordon nefndi ána til heiðurs Vilhjálmi V af Óraníu.[4] Algengur misskilningur er að fljótið hafi verið nefnt eftir appelsínugulum lit vatnsins, sem mótvægi við litinn á fljótinu Vaal. Nafnið er dregið af nafni "föl á" (vaal er afrikaans fyrir föl eða grá). Frá lokum aðskilnaðarstefnunnar hefur nafnið "Gariep" verið meira notað í opinberum bréfaskiptum í Suður-Afríku, þó að nafnið "Orange" hafi meiri alþjóðlega viðurkenningu.[4] Í Lesótó, þar sem upphaf fljótsins er, er það þekkt sem Senqu-áin, sem er dregið af upprunalegu nafni Khoemana.

Panorama mynd tekin frá flúor auðugri hæð. Mikið vatn var í fljótinu vegna óvenju mikilla rigninga

Örnafnanefnd svæðisins hefur auglýst áform sín um að íhuga nafnbreytingu fyrir þann hluta fljótsins sem myndar landamæri fylkjanna Eastern Cape and the Free State og nefna þann hluta IGqili eða Senqu.[6][7] Auglýsingin sem birtist í dagblaðinu Aliwal Weekblad segir að "núverandi örnefni hafi sterka tilvísun í nýlendutímann og passi því ekki við nútímann og núverandi skipan mála".[7]

Stóra slangan[breyta | breyta frumkóða]

Í suður-afrískri þjóðsögu er Orange fljót oft tengt við Grootslang, goðsagnakenndri veru sem líkist risastórum höggormi, sem aftur er tengdur við demanta í setlögum fljótsins. Grootslang býr í gimsteinsfullum helli sem er tengdur við Óraníu-fljótið með göngum sem er farvegur demanta til fljótsins.[8] Veran er einnig sögð vera í uppsprettu demanta undir King George Cataract (stórum steinn í miðju ánni) við Aughrabies Falls.[8] Í þessari útgáfu goðsögunnar er einnig sagt að Grootslang ráðist á nautgripi frá árbakkanum.[9]

Efnahagsmál[breyta | breyta frumkóða]

General Hertzog-brúin yfir Óraníu-fljótið í Aliwal North á suðvesturlandamærunum við Free State: Leifar af Frere-brúarinnar til vinstri.

Þar sem vatnasvið Óraníu-fljóts nær til meirihluta vatns Suður-Afríku þá gegnir fljótið stóru hlutverki í landbúnaði, iðnaði og námuvinnslu. Í því skini hafa verið sett á laggirnar tvö stór kerfi, Orange River Project og Lesotho Highlands Water Project. Sögulega gegndi Orange mikilvægu hlutverki í demantavinnslu í Suður-Afríku, þar sem fyrstu demantarnir í landinu fundust í seti frá fljótinu. Í dag eru nokkrar demanta námuvinnslur meðfram ósi fljótsins.

Fljótið hefur verið nýtt til ævintýraferða á kajak og flúðasiglinga. Aðstæður eru góðar á sumrin þegar mikið vatn er í fljótinu og fá hættuleg dýr eru á svæðinu. Ævintýrasiglingar hafa orðið mjög vinsælar hjá mörgum fyrirtækjum sem hafa komið sér upp starfsstöðvum meðfram ánni. Vinsælustu ferðirnar eru fjögurra daga og sex daga ferðir í gilinu neðan við Augrabies-fossa eða á Richtersveld svæðinu.

Orange River Project[breyta | breyta frumkóða]

Orange River Project (ORP) er eitt stærsta og hugmyndaríkasta verkefni sinnar tegundar í Suður-Afríku. Það var sett af stað af ríkisstjórn Hendrik Verwoerd á hátindi aðskilnaðarstefnunnar. Með ORP var ætlunin að nýta vatnið í Óraníu-fljóti, sem án Vaal fljótsins er um 14,1% af heildar vatnsrennsli í Suður-Afríku, til að fullnægja vaxandi eftirspurn eftir vatni. Helstu markmið verkefnisins voru:

  • að koma á jafnvægi í rennsli
  • að framleiða og flytja raforku vatnsorkuveri
  • að tryggja nægjanlegt vatns fyrir notendur á vatnasvæði í Óraníu-fljóts og
  • að veita nægu vatni til svæða þar sem vatnsskortur hefur verið vandamál svo sem Eastern Cape, Great Fishog Sundays River-dalnum.

Gariep stíflan nálægt Colesberg er aðal uppistöðulónið í Orange fljóti. Þaðan er vatni veitt í tvær áttir, vestur meðfram fljótinu til raforkuframleiðslu til Vanderkloof stíflunnar og suður í gegnum Orange-Fish göngin til Eastern Cape.

Gariep stíflan á Óraníu-fljótinu er stærsta stíflan í Suður-Afríku og var lykilatriði í ORP.

Rafmagn[breyta | breyta frumkóða]

Eskom rekur vatnsaflsstöðvar bæði við Gariep stífluna og Vanderkloof stífluna. Vatnsorkuverið í Vanderkloof stíflunni var fyrsta orkuverið í Suður-Afríku sem var algjörlega neðanjarðar. Borgirnar Oviston og Oranjekrag var komið á fót til að auðvelda umsjón með orkuverunum.

Útsýni yfir austurhluta Oviston stíflunnar.

Áveita[breyta | breyta frumkóða]

Vínbúgarður við Óraníu-fljót
Áveituverkefni meðfram fljótinu

Með byggingu Gariep og Vanderklow-stíflna var mögulegt með áveitu að breyta þúsundum hektara af þurru landi í frjósamt landbúnaðarsvæði. Gamlar áveituáætlanir eins og þær í Buchuberg, Upington, Kakamas og Vioolsdrifhafa einnig notið góðs af því að nú er mögulegt að stjórna rennsli um svæðið. Í Namibíu eru ræktuð vínber í Aussenkehr með vatni Óraníu-fljóti.

Á undanförnum árum hefur vínframleiðsla meðfram Óraníu-fljóti vaxið mikið. Áveitur í EasternnCapa hafa einnig orðið mun betri; ekki aðeins vegna viðbótar vatns, heldur einnig vegna bættra vatnsgæði. Án þessarar framfara hefðu sítrónu bændur meðfram Lower Sundays River næstum örugglega orðið fyrir áframhaldandi minnkandi framleiðni.

Vatnsverkefnið í Lesotho Highlands[breyta | breyta frumkóða]

Lesotho Highlands Water Project var ætlað til að auka vatnsbirgðir í Vaal vatnakerfinu. Vatn er leitt til Suður-Afríku í aðveitugöngum sem fara um landamæri Lesótó og Suður-Afríku við Caledon-fljót, og síðan í Little Caledon-á suður af Clarens í Free State og síðar í Ash-fljótið um 30 kílómetra norðar. Áætlunin varð ábatasöm þegar vatnsmagn í Gauteng dugði ekki lengur til að styðja með öðrum kerfum eins og Tugela - Vaal dælu. Kerfi sem notaði Sterkfontein stífluna sem er nálægt Harrismith í Free State.

Demantar í setlögum[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1867 fannst fyrsti demanturinn í Suður-Afríku, Eureka demanturinn, nálægt Hopetown við Orange fljót. Tveimur árum síðar fannst mun stærri demantur sem var þekktur sem Stjarna Suður-Afríku á sama svæði og sá fundur kom af stað demantaæði. Þetta féll þó fljótlega skuggann af demantavinnslu úr bergtegundinni kimberlite í Kimberley árið 1871. Demantavinnsla í setlögum fljótsins hélt þó áfram. Í dag eru nokkrar demantanámuvinnslur við neðsta hluta fljótsins og við ósinn. Demantar námuvinnsla er einnig á miðbik fljótsins.

Flúðasigling á Orange fljóti er vinsæll ferðamönnum.

Flúða- og kajaksiglingar[breyta | breyta frumkóða]

Í mars og apríl er rigningartími og skipastigarnir eru opnir er auðveldlega hægt að sigla á kajak 30 km á dag. Neðri partur fljótsins er vinsælastur vegna stórfenglegs landslags. Ferðafyrirtæki bjóða upp á ferðir frá landamæraborginni Vioolsdrif.

Dýrlíf[breyta | breyta frumkóða]

Í og við Óraníufljót eru engin stór dýr. Nílar krókódíll er ekki á svæðinu og flóðhestum var útrýmt með veiðum á 19. öld. Orange fljót hefur tiltölulega fáar tegundar lífvera. Í könnun árið 2011 fundust aðeins 16 af 13.762 tegundum fiska. Þrjár af þeim m.a. karpi og tilapia eru framandi tegundr. Önnur framandi tegund er regnbogasprengja er í Lesótó.

The smallmouth yellowfish (Labeobarbus aeneus) er vinsæll stangveiðifiskur sem er algengur í Orange-Vaal fljóta kerfinu.

Sjö tegundir eru í Vaal-Orange fljóta kerfinu:[10]

Twin Falls í Augrabies Falls þjóðgarðinum

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Travel, Wild Africa. „Wild Africa Travel: Orange River“. www.wildafricatravel.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. desember 2016. Sótt 3. desember 2016.
  2. „Orange River Basin“. www.dwa.gov.za. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. desember 2016. Sótt 3. desember 2016.
  3. Doke, C.M (1972). Zulu-English Dictionary (enska og súlú). Johannesburg: Witwatersrand University Press. bls. 11. ISBN 0-85494-027-8.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 Earle, Anton et al. (2005), A preliminary basin profile of the Orange/Senqu River (pdf) Geymt 28 febrúar 2008 í Wayback Machine, African Centre for Water Research, retrieved 30 June 2007
  5. the surrounding area was once known as "Transgariep" ("the land across the Gariep") but the name has long been obsolete.
  6. „New name looms for NC River“. Diamond Fields Advertiser. 13. júní 2013. bls. 11.
  7. 7,0 7,1 Statement by Afriforum on proposed name change of Orange River
  8. 8,0 8,1 Green, Lawrence G. (1948). Where Men Still Dream. Standard Press Ltd., Cape Town. bls. 125–126.
  9. Cornell, F. C. (1920). The Glamour of Prospecting. T. Fisher Unwin Ltd., London. bls. 142.
  10. Beekman, Hans E. (30. maí 2006). Facing the Facts: Assessing the Vulnerability of Africa's Water Resources to Environmental Change. UNEP/Earthprint. ISBN 978-92-807-2574-2.

Tilvísunar villa: <ref> tag með nafnið "Swanevelder1981" og er skilgreint í <references> er ekki notað í textanum á undan.
Tilvísunar villa: <ref> tag með nafnið "Ramsar744" og er skilgreint í <references> er ekki notað í textanum á undan.
Tilvísunar villa: <ref> tag með nafnið "Ramsar526" og er skilgreint í <references> er ekki notað í textanum á undan.
Tilvísunar villa: <ref> tag með nafnið "TonchiLindeke2012" og er skilgreint í <references> er ekki notað í textanum á undan.

Tilvísunar villa: <ref> tag með nafnið "Shortridge1934" og er skilgreint í <references> er ekki notað í textanum á undan.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]