Ólympusfjall (Grikklandi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ólympusfjall
Ólympusfjall frá Litochoro
Ólympusfjall frá Litochoro
Hæð 2,919 metrar yfir sjávarmáli
Staðsetning Grikkland
Fjallgarður Enginn

Ólympusfjall (eða Ólympsfjall) er hæsta fjall Grikklands, 2.917 metra hátt, það er heimili guðanna í grískri goðafræði. Hæsti tindur þess heitir Mitikas, sem þýðir „nef“ á grísku.

Ólympsfjall er þekkt fyrir fjölskrúðuga flóru sína, ef til vill þá fjölskrúðugustu í Evrópu, með nokkrum einlendum tegundum.

Í grískri goðafræði er Ólympsfjall aðsetur Ólympsguðanna tólf, aðalguðanna í grískri goðafræði. Grikkir hugsuðu sér að þar væru kristalshallir þar sem guðirnir byggju, m.a. Seifur.

Orðsifjar og merking nafnsins Ólympus (Ólympos) eru óþekktar og hugsanlega er uppruni nafnsins ekki indóevrópskur.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Mount Olympus“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. október 2005.