Óli prakkari - Soffía og Anna Sigga
Jump to navigation
Jump to search
Óli prakkari | |
![]() | |
Gerð | 45-2013 |
---|---|
Flytjandi | Soffía og Anna Sigga, krakkakór, hljómsveit Árna Ísleifs |
Gefin út | 1960 |
Tónlistarstefna | Dægurlög |
Útgáfufyrirtæki | Íslenzkir tónar |
Óli prakkari er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1960. Á henni flytja Soffía og Anna Sigga, krakkakór og hljómsveit Árna Ísleifs tvö lög. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Forsíða: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: ÞEGG. Platan er gefin út undir merkinu Stjörnuhljómplötur.
Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]
- Sumar er í sveit - Lag - texti: Árni Ísleifs - Númi - Hljóðdæmi
- Óli prakkari - Lag - texti: Árni Ísleifs - Númi
Sumar er í sveit[breyta | breyta frumkóða]
- Sumar er í sveit,
- sólin björt og heit,
- Hátt á himni ljómar,
- hýrgar grænan reit.
- Þá svo indælt er
- úti að leika sér.
- Bráðum lifna á lyngi
- lítil krækiber.
- Úti í sól og sumaryl
- sælt er þá að vera til.
- Þegar ómar allt af söng
- ekki verða kvöldin löng.
- Tra la la la la la la o.s.frv.
- Létt og glöð er lund
- leikur hverja stund.
- litlar andarungar
- æfa á tjörnum sund.
- Lömbin kát og létt
- lyfta sér á sprett.
- Lækjarfiskar lóna
- lygnan hyl við klett.
- Úti í sól og sumaryl o.s.frv.
- Blómin gul og blá
- bala grænum á.
- Öllum veita yndi
- yl og birtu þrá.
- Uppi í hömrum hátt
- hrafninn krunkar dátt.
- Ljúfur lóu kliður
- Loftið fyllir blátt.
- Úti í sól og sumaryl o.s.frv.
Ljóð: Númi